Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. desember 2009 Prenta

Vefurinn strandir.is varð 5 ára þann 20 desember.

Vefsíða strandir.is
Vefsíða strandir.is
Á sunnudaginn 20 desember voru fimm ár síðan vefurinn strandir.is var opnaður formlega, þann 20. desember 2004, og var þá kynntur sem jólagjöf til allra Strandamanna nær og fjær. Á þessum tíma hafa fjölmargar og fjölbreytilegar fréttir og greinar verið settar inn á vefinn og margir lagt honum lið með því að senda myndir og efni. Vefurinn er í eigu Sögusmiðjunnar og Jón Jónsson á Kirkjubóli hefur ritstýrt honum frá upphafi. Með Jóni í ritstjórn eru Sigurður Atlason og Arnar S. Jónsson.Í frétt um formlega opnun vefjarins frá 20.desember 2004 segir:
"Stefnan er að skapa skemmtilegan og spennandi fréttavef fyrir svæðið sem verður notaður sem allra víðast. Vefritið hefur sérstakan áhuga á atvinnulífi, framkvæmdum og framförum á Ströndum, eflingu byggðar og skemmtilegu mannlífi í héraðinu. Öllu því sem gerir það sérstakt og jákvætt að lifa og starfa á Ströndum eða heimsækja héraðið sem ferðamaður."
Vefstjóri Litla-Hjalla óskar þessum nágranna sínum,www.strandir.is 
til hamingju með árangurinn og afmælið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Húsið 29-10-08.
  • Gengið upp Sýrárdal.
Vefumsjón