Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2009 Prenta

Vegagerðin lætur hefla í Árneshreppi í Desember.

Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.
Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.
Í gær um miðjan dag var byrjað að hefla hér innansveitar í Árneshreppi.

Vegurinn var opnaður norður í Árneshrepp á mánudaginn 7 desember,eftir leiðindakafla í veðri.

Þann dag kom flutningabíll frá Strandafrakt að sækja fyrri ferðina af ull norður til bænda í Árneshreppi áður enn að ræsi yfir Kleifará yrði tekið í sundur vegna endurbóta,stór hólkur hafði þar gefið sig og var þetta talsvert tjón að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík,og stæði viðgerð jafnvel yfir í tvo daga,sem og varð.

Vegagerðin á Hólmavík lét síðan hefla verstu kaflana á vegum innansveitar í hreppnum í gær og líkur heflun í dag.

Enda er þetta eins og vorblíða undanfarna daga.

Ekki hefur verið heflað norður í Árneshrepp síðan í ágúst í sumar sem leið, enn aðeins var farið yfir verstu kaflana um miðjan september.

Þessu fagna Árneshreppsbúar innilega og fagna smá lit til hreppsbúa áður en snjómokstri er hætt alveg þann 5 janúar næstkomandi.

Enda veitti ekki af að laga þessar holur sem var orðin hola við holu á vegum hér í hreppnum.

Hreppsbúar mega því jafnvel búa við aðeins betri vegi hér innansveitar í vetur,enda mokað að hluta hér innansveitar yfir veturinn.

Þetta var frábær jólagjöf til Árneshreppsbúa frá Vegagerðinni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Lítið eftir.
Vefumsjón