Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. september 2010 Prenta

Verðbreytingar hjá Símanum.

Síminn hækkar verð 1 október.
Síminn hækkar verð 1 október.
Síminn breytir verði á þjónustu sinni frá og með 1. október. Áhrif til hækkunar á meðalreikning heimilis er 4,5%.
Þá lækkar Síminn verð á símtölum úr heimasíma í alla farsíma og einnig úr farsíma í farsíma í öðrum kerfum og tekur verðlækkunin gildi núna 1. september. Lækkunin er í þeim þjónustuleiðum sem eru með breytilega verðskrá fyrir hverja mínútu.
 
Undanfarin misseri hefur verðhækkunum Símans verið haldið í lágmarki þrátt fyrir þá verðlagsþróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu.  Þegar litið er til síðustu 24 mánuða hefur vísitala neysluverðs hækkað um 16,7%,  verð á bensíni  hækkað um 14,9%, áskriftir að helstu fjölmiðlum hafa hækkað um 21,9% og verð á áfengi og tóbaki um 44,6%, svo dæmi séu tekin. Á sama tímabili hefur þjónusta Símans, með verðbreytingunni sem tekur gildi 1.október, hækkað um 13,8%.
 
Vill Síminn benda viðskiptavinum sínum á að hafa samband við þá í 8007000 til þess að kynna sér hagstæðar þjónustuleiðir sem henta símnotkun hvers og eins.
Síminn hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér breytingarnar vel hér.
Þetta kemur fram á vef Simans.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
  • Krossnes-20-10-2001.
Vefumsjón