Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. júní 2012 Prenta

Verðlaunagripir á skákhátíð eftir Árneshreppsbúa.

Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík.
Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík.
1 af 2

Tveir af helstu handverksmönnum og listasmiðum Árneshrepps, Valgeir Benediktsson í Árnesi, og Guðjón Kristinsson frá Dröngum, leggja til verðlaunagripina á Skákhátíð á Ströndum 2012. Báðir hafa þeir, á undanförnum árum, lagt hátíðinni lið með margvíslegum hætti. Valgeir Benediktsson hefur ásamt fjölskyldu sinni í Árnesi byggt upp Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík. Þar er hægt að kynnast sögu þessarar einstöku sveitar, og fólkinu sem þar bjó. Óhætt er að segja að Valgeir og fjölskylda hans hafi bjargað frá glötun ómetanlegum heimildum um búsetu við nyrsta haf. Þar fyrir utan er Valgeir einhver snjallasti handverksmaður landsins, og býr til stórkostlega muni úr rekaviði, m.a. hina rómuðu penna sem notaðir hafa verið í verðlaun á skákhátíðum undanfarinna ára. Guðjón Kristinsson er Strandamaður í húð og hár, alinn upp á Seljanesi og Dröngum. Hann er eftirsóttur hönnuður og handverksmaður, enda hefur hann tileinkað sér hina merku list forfeðra okkar við húsbyggingar og hleðslu. Að auki smíðar Guðjón leiktæki og listmuni, og er tvímælalaust í hópi áhugaverðustu listmanna landsins. Gripurinn frá Valgeiri verður handa sigurvegaranum á Afmælis móti Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík laugardaginn 23. júní, en daginn eftir verður keppt um ,,Krumlu Strandamannsins", skúlptúr Guðjóns úr rekaviði, á mótinu í Kaffi Norðurfirði.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón