Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. febrúar 2013 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11. til 18. febrúar 2013.

Nokkur erill var í liðinni viku hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Nokkur erill var í liðinni viku hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Þann 12. febrúar var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í einbýlishús sem stendur við Fitjateig í Hnífsdal. Um er að ræða sumardvalarstað. Lögreglan hvetur alla þá sem telja sig búa yfir upplýsingum um verknaðinn að hafa samband í síma 450 3730. Þann 13. febrúar handtók lögreglan karlmann á Ísafjarðarflugvelli. Sá var grunaður um að hafa ætlað að taka á móti fíkniefnasendingu sem senda átti með áætlunarflugi frá Reykjavík. Í ljós kom að í sendingunni, sem var stöðvuð, voru alls 19 grömm af kannabisefnum. Maðurinn var yfirheyrður og sleppt að henni lokinni. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Við rannsókn þessa máls naut lögreglan aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og einnig tollgæslunnar í Reykjavík, sem lagði til fíkniefnaleitarhund.

Aðfaranótt laugardagins 16. febrúar hafði lögreglan afskipti af manni sem hafði tekið þátt í átökum sem urðu á vínveitingahúsi á Ísafirði. Maður þessi neitaði að gera grein fyrir sér þegar lögregla spurði um nafn hans og kennitölu. Maðurinn taldi sér ekki skylt að gefa lögreglu þessar upplýsingar. Úr varð að maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð en þar ákvað maðurinn að gera grein fyrir sér og var honum þá sleppt lausum. Flestum þykir ekki tiltökumál að gera grein fyrir sér. Þessi skylda er bundin í lög og getur refsing legið við slíku broti.

Aðfaranótt sunnudagsins 17. febrúar stóð lögreglan starfsmann vínveitingahúss á Ísafirði að því að selja viðskiptavini áfengi sem borið var út af veitingastaðnum. Starfsmaðurinn og viðskiptavinurinn voru yfirheyrðir og lagt var hald á áfengið. Framhald málsins er til skoðunar hjá lögreglu.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í liðinni viku. Annað var um miðjan dag þann 14. febrúar þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í snjó á veginum um Arnkötludal. Bifreiðin lenti á vegriði og skemmtist töluvert. Ökumann og farþega sakaði ekki. Hitt óhappið varð sama dag en þá á Hnífsdalsvegi er ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði hún á ljósastaur. Ökumann sakaði ekki en töluvert tjón hlaust af, þ.e.a.s. á bifreiðinni og ljósastaurnum.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur. Annar fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað og sá þriðji var kærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis.

Þorrablót voru haldin um liðna helgi víðsvegar í umdæminu. Þær skemmtanir fóru vel fram eins og yfirleitt er með slíkar samkomur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Vatn sótt.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Frá brunanum.
Vefumsjón