Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. júlí 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12.til 19. júlí 2010.

Fólk slasaðist í tveim umferðaróhöppum í liðinni viku.
Fólk slasaðist í tveim umferðaróhöppum í liðinni viku.
Tilkynnt var til lögreglu í liðinni viku um að ekið hafi verið á 7 lömb og eina kind. Enn og aftur vill lögregla kom því að framfæri við ökumenn að gæta varúðar þegar ekið er um þjóðvegina hér á Vestfjörðum að sauðfé er víða meðfram vegum.

10 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu þar af tvö  um slys á fólki og í bæði skiptin í nágrenni við Hólmavík á Djúpvegi, þjóðvegi nr. 61. Fyrra skiptið var miðvikudaginn 14. Júlí þar var um útafakstur að ræða, ökumaður fluttur á heilsugæslustöðina á Hólmavík og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Síðara slysið varð einnig á Djúpvegi, ekki langt frá Hólmavík, þar var einnig um útafakstur að ræða, ökumaður og farþegi hans fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari skoðunar.  Hin óhöppin töldust minniháttar, en þó um skemmdir á ökutækjum að ræða.

6 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þrír í nágrenni við Hólmavík einn á Djúpvegi og tveir innanbæjar á Ísafirði.

Fimmtudaginn 15. Júlí kviknaði í sinu við bæinn Ingunnarstaði á Skálmanesi í Reykhólahreppi, þar kviknaði hugsanlega út frá spreki sem kveikt var í kvöldið áður og greinilega hefur orðið eftir einhver glóð. Jörð var mjög þurr og var talsveður eldur.  Slökkvilið frá Reykhólum og frá Vesturbyggð var kallað á staðinn og gekk greiðlega að slökkva og talið að um einn hektari hafi brunnið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
Vefumsjón