Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. mars 2010
Prenta
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15 mars til 22 mars 2010.
Frekar tíðinda lítið hefur verið hjá lögreglunni á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða.Engin umferðar óhöpp voru tilkynnt til lögreglu,en 6 voru teknir fyrir of hraðan akstur.
Þrír voru stöðvaðir í nágrenni við Ísafjörð og þrír stöðvaðir við Hólmavík og sá sem hraðast ók,var mældur á 135 km/klst.,þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Þá voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti og hefur lögregla fylgst með umferð við grunn og leikskóla í umdæminu og bæði áminnt og sektað ökumenn vegna öryggisbúnaðar og notkunarleysis á þeim búnaði.
Lögregla vill brýna fyrir foreldrum og forráðamönnum barna að nota þann öryggisbúnað sem í bifreiðum þeirra er fyrir yngstu farþegana. Á eftirlitsferðum sínum hefur lögregla orðið vör við að einhver brögð eru á að því að ekki er farið að lögum þar um og vil benda á, að það sem ungur nemur, gamall temur.Það á vel við í þessum tilfellum.