Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. október 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17. til 24. okt. 2011.

Mýs ollu sennilega skammhlaupi í rafkerfi traktors.
Mýs ollu sennilega skammhlaupi í rafkerfi traktors.

Umferð í liðinni viku gekk nokkuð vel fyrir sig. þó voru tvö umferðaróhöpp tilkynn til lögreglu, annað þann 18. okt., þá var ekið aftan á bifreið á Hafnarstræti við hringtorgið á Ísafirði og hitt óhappið varð í Vestfjarðargöngunum 20. okt., um minniháttar óhapp var þar um að ræða.

Einn ökumaður var kærður fyrir ölvun við akstur.

Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Vestfjarðarvegi í Tungudal. Aðfaranótt s.l. mánudags þurfti að kalla út björgunarsveitina Lónfell á Barðaströnd til aðstoðar ökumanni á Klettshálsi, sem þar var í vandræðum vegna ófærðar.

Talsvert hefur borðið á bensínþjófnaði á Patreksfirði að undanförnu og er málið í rannsókn.

Á sunnudagsmorgun hafði aðili búsettur á Drangsnesi samband við lögreglu og tilkynnti að hann hefði þá skömmu áður komið  að dráttarvél sinni, þar sem hún stóð upp við stafla af heyrúllum og var vélin í gangi og  búin að grafa sig niður að aftan.  Við nánari skoðun hafi komið í ljós að mjög líklega hefur orðið einhver samsláttur í rafkerfinu þá hugsanlega vegna músagangs og við það hafi vélin startað.

Um liðna helgi fór skemmtanahald í umdæminu fram án teljandi afskipta lögreglu.Segir í fréttatilkynningu lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2022 »
« Maí »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Reykjaneshyrna-Örkin,séð af sjó 18-04-2008.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
Vefumsjón