Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. mars 2017 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 20. til 27. mars. 2017.

Sjö ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru í akstri í Strandasýslu, en einnig í Ísafjarðardjúpi.
Sjö ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru í akstri í Strandasýslu, en einnig í Ísafjarðardjúpi.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum féll snjóflóð í botni Súgandafjarðar að kveldi 21. mars sl. Fjórir fjallaskíðamenn voru þar á ferð. Þrír þeirra urðu fyrir flóðinu en komust sjálfir út úr því og hlutu ekki alvarlega áverka, utan einn var fluttur á sjúkrahús og mun hafa meiðst á fæti. Snjóflóðahætta er ekki í byggð á Vestfjörðum en hins vegar er hún talin töluverð til fjalla, utan byggðar. Útivistarfólk er hvatt til að gæta varúðar og fylgjast með spám á heimasíðu Veðurstofu Íslands, sjá hlekkinn hér http://www.vedur.is/#syn=snjoflod

Sjö ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru í akstri í Strandasýslu, en einnig í Ísafjarðardjúpi, í Bolungarvíkurgöngum og á Ísafirði.

Alls hafði lögreglan afskipti af fjórum ökumönnum sem ekki voru með ökuréttindi í lagi. Einn þessara ökumanna hafði verið sviptur ökuréttindum en ók þrátt fyrir það. Þungar refsingar eru við slíku broti. Hinir voru með útrunnin ökuréttindi. Þessir ökumenn voru stöðvaðir í Strandasýslu í Ísafjarðarbæ og í Vesturbyggð.

Tilkynnt var um eitt vinnuslys í vikunni, en það gerðist á vinnustað einum í Vesturbyggð. Hættulegur vökvi lenti í andliti starfsmanns þar. Maðurinn var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði til aðhlynningar. Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og Vinnueftirlitsins.

Þá voru tveir ökumenn sektaðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt. Báðir voru þessir ökumenn í akstri í Vesturbyggð. Lögreglan á Vestfjörðum vill minna á mikilvægi þess að nota þennan öryggisbúnað og eins að ökumenn noti ekki GSM síma við akstur, ekki nema þá að nota handfrjálsan búnað. Þessum mikilvægu þáttum ætlar lögreglan á Vestfjörðum að gefa sérstakan gaum næstu daga, vikur og mánuði. Þetta er úr dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Hafís. 13-06-2018
  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
Vefumsjón