Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. mars 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22 feb til 1 mars.2010.

Fjögur umferðaróhöpp urðu í síðustu viku.
Fjögur umferðaróhöpp urðu í síðustu viku.
Í vikunni sem var að líða var færð á vegum frekar slæm og akstursskilyrði þar að leiðandi ekki góð,snjór og ófærð víða.Þó nokkrar aðstoðarbeiðnir komu til lögreglu í vikunni,fólk fast í bílum sínum og var þeim beiðnum sinnt og var björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík kölluð út til að hjálpa vegfarendum,bæði á Steingrímsfjarðarheiði og einnig á leiðinni um Þröskulda.

Þá urðu fjögur umferðaróhöpp í umdæminu.Mánudaginn 22 feb. varð minniháttar óhapp á Ísafirði, ekki slys á fólki.Þriðjudaginn 23 feb.lenti bifreið út fyrir veg á Djúpvegi sunnan við Hólmavík,ekki slys á fólki,veður frekar leiðinlegt,lítið skyggni.Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var fengin til aðstoðar og dró bifreiðina upp á veg aftur.Miðvikudaginn 24 feb.var tilkynnt um umferðarslys á Óshlíð,þar hafði jeppabifreið ekið utan í vegskála,líkleg ástæða fyrir óhappinu eftir að hafa mætt bíl.Ökumaður og fjórir farþegar hans voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar og bifreiðin flutt af vettvangi með krana.Fimmtudaginn 25 feb. hafnaði bifreið út fyrir veg í Súgundafirði,ekki slys á fólki og ekki miklar skemmdir á bifreiðinni,kranabíll fenginn til að ná bifreiðinni upp á veg aftur,líkleg ástæða fyrir óhappinu var mjög slæmt skyggni.

Þá hefur lögregla fylgst með búnaði ökutækja og kemur það fyrir að það þarf að hafa afskipti af ökumönnum vegna þessa og var það svo einnig í liðinni viku.Lögregla vill benda ökumönnum á að fara varlega í umferðinni,taka tillit til akstursskilyrða og haga akstri eftir aðstæðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
Vefumsjón