Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. ágúst 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25. júlí til 1. ágúst 2011.

29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.
29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.

Engin stórtíðindi voru hjá lögreglunni á Vestfjörðum, þrátt fyrir mjög mikla umferð og mikinn fjölda fólks alls staðar á svæðinu. Það sem helst má til tína, er að ekið var á tvær kindur og eitt lamb. 29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðast ók mældist á 130 km/klst. og þakkaði lögreglumanni fyrir að stöðva akstur sinn, með þeim orðum að hann hafi verið sofandi og ekki vaknað fyrr en farþegar hans bentu honum á að lögreglan væri að gefa honum merki um að stöðva. 2 ökumenn voru kærðir fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir meintan ölvunarakstur. 6 umferðaróhöpp urðu, þar af tvö þar sem fólk slasaðist minni háttar.

Á dansleik í Íþróttahúsinu á Torfnesi varð það slys að einn gesta fór upp á sviðið, en ekki fór betur en svo að hann datt fram af sviðinu og lenti illa á andlitið. Meiðsli hans voru talin það alvarleg að hann var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað um líðan mannsins á þessari stundu.

Sunnudaginn 31. júlí klukkan 23:52 er tilkynnt til lögreglu um tvo kajakræðara sem farið var að óttast um. Þeir lögðu upp frá Flateyri og ætluðu í Staðardal og til baka aftur. Þegar þeir skiluðu sér ekki aftur á boðuðum tíma var hafin eftirgrennslan, en síðan formleg leit. Þyrla LHG var komin til Ísafjarðar til að aðstoða við leitina. Klukkan 03:48 um nóttina fann Björgunarsveitin í Bolungarvík mennina við Galtarvita í heimsókn þar hjá fólki sem heldur til þar. Ferðaáætlunin því ekki virt á því ferðalagi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
Vefumsjón