Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. desember 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 29. nóv til 6. des. 2010.

Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.

Í vikunni voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu,annar við Hólmavík og hinn í Ísafjarðarbæ.Umferð var að öðru leiti með rólegra móti og akstursskilyrði mjög misjöfn, víða hálka.Lögregla hvetur ökumenn til að fara varlega og bendir á að birtutími er mjög stuttur þessa dagana.

Fimmtudaginn 2. des.var tilkynnt til lögreglu um óhapp á þjóðvegi nr. 60 í Arnarfirði, þar hafði ökutæki lent á grjóti sem fallið hafði á veginn.Bifreiðin var óökufær og þurfti að fjarlægja hana af vettvangi með krana.Ekki slys á fólki.Sama dag var tilkynnt um bifreið utanvegna á Steingrímsfjarðarheiði,einhverjar skemmdir á ökutæki.

Föstudaginn 3. des og laugardaginn 4. des urðu tvö minniháttar óhöpp tilkynnt til lögreglu, annað á Ísafirði og hitt á Patreksfirði.Laugardaginn 4. des var tilkynnt um óhapp á Djúpvegi,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt,ekki slys á fólki og eitthvert tjón á ökutæki og sunnudaginn 5. des var tilkynnt um minniháttar óhapp á Ísafirði,lítið tjón á ökutækjum.

Miðvikudaginn 1.des var tilkynnt til lögreglu að skemmdarverk hefðu verið unnin á gönguskíðasvæðinu á Ísafirði,þar hefði verið ekið á jeppabifreiðum eftir þar til gerðum stígum sem búið er að gera fyrir gönguskíðafólk og var einn jeppi þar fastur, þurfti öflugt tæki til að ná honum upp.

Laugardaginn 4. des kom upp eldur í vélbátnum Langey Þ.H.þar sem báturinn var staddur út af Látrabjargi.Tveir menn í áhöfn bátsins,þeim tókst að slökkva eldinn sem var í vélarúmi bátsins,ekki urðu miklar skemmdir vegna þessa og gátu skipverjar haldið ferð sinni áfram en til öryggis fylgdi togari, sem ekki var langt undan,bátnum til móts við björgunarskiptið Vörð II frá Patreksfirði,sem kallaður var út.Vörður II fylgdi Langey til hafnar á Patreksfirði.Eldsupptök eru talin vera rafmagnsbilun.
Segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Úr sal.Gestir.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
Vefumsjón