Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. apríl 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 6. apríl til 12. apríl 2010.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp urðu í liðinni viku.

Í vikunni sem var að líða, vikan eftir páskahátíðina var frekar róleg hjá lögreglunni á Vestfjörðum,skemmtanahald um liðna helgi fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.2 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur,annar stöðvaður í Vestfjarðargöngunum og hinn í nágrenni  Patreksfjarðar.

3 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.Þriðjudaginn 6. apríl var óhapp við gangamunnann  á Vestfjarðargöngunum Suðureyrarmegin  með þeim hætti að þar fór vörubifreið þversum og lokaði umferð í nokkurn tíma, ástæða þess var að ökumaður blindaðist vegna snjókófs.Nokkuð greiðlega gekk að koma bifreiðinni af vettvangi og ekki um tjón að ræða. Þá varð minniháttar óhapp á Ísafirði þann 7. apríl. Fimmtudaginn 8. apríl varð bílvelta á Djúpvegi norðan við Steingrímsfjarðarheiði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, í bílnum voru fjórir aðilar og voru þeir fluttir á heilsugæslustöðina á Hólmavík, til skoðunar og í framhaldi fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til frekari skoðunar.Bifreiðin var óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Miðvikudaginn 7. apríl var tilkynnt til lögreglu um þjófnað úr vinnuvélum frá Ísleifi Jónssyni verktaka sem sér um framkvæmdir á þjóðveginum í Vatnsfirði,þjóðvegi nr. 60.Þar var brotist inn í tvær vinnuvélar og stolið úr þeim talstöð og útvarpi.  Fimmtudaginn 8. apríl var tilkynnt til lögreglu um þjófnað á númeraplötu af bifreið, skrásetningarnúmer ZS-332, þar sem bifreiðin stóð við Netagerð Vestfjarða.  Þjófnaðurinn mun hafa átt sér stað á tímabilinu frá 3. apríl s.l.  Þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um þessi mál hafi samband við lögregluna á Vestfjörðum, upplýsingasími 450-3730

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Náð í einn flotann.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
Vefumsjón