Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. desember 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7.des til 14. des 2009.

Mikið tjón varð í bruna  á Vestfjörðum í síðustu viku.
Mikið tjón varð í bruna á Vestfjörðum í síðustu viku.

Í vikunni sem var að líða urðu fjögur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.Tvö óhöpp urðu þriðjudaginn 8 des, bæði í Örlygshöfn á Kolsvíkurvegi.  Annað óhappið varð með þeim hætti að jeppabifreið var bakkað harkalega á aðra jeppabifreið með þeim afleiðingum að hún kastaðist á þá þriðju og eru allir bílarnir talsvert skemmdir.  Hitt óhappið varð skömmu seinna, en þá átti í hlut sami bíll og varð valdur af fyrra óhappinu, þegar sá bíll lenti framan á slökkvibíl á blindbeygju.  Báðir bílarnir urðu óökufærir og varð að flytja þá af vettvangi með kranabíl.

Þá urðu tvö óhöpp þann 10 des. Útafakstur á Djúpvegi við Hnitbjörg, þar urðu skemmdir á ökutæki, ekki slys á fólki, um minniháttar skemmdir að ræða.  Þann sama dag var bakkað á kyrrstæða bifreið við Fjarðarstræti á Ísafirði, einhverjar skemmdir og ekki slys á fólki.

Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur í vikunni annar á Djúpvegi og hinn á Vestfjarðarvegi í Önundarfirði.

Tveir eldsvoðar urðu í vikunni.  Á þriðjudag 8 des kom upp eldur á bænum Neðri-Tungu í Örlygshöfn, þar var eldur í verkstæðisskúr og gömlu mjólkurhúsi, þessi hús eru sambyggð hlöðu, fjósi og fjárhúsi.  Vegfarendur sem leið áttu um náðu að bjarga út úr gripahúsunum nokkrum nautgripum og kindum sem þar voru.  Slökkviliðið í Vesturbyggð ásamt björgunarsveit var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva, en mestur eldur var í verkstæðinu og mjólkurhúsinu, hlaðan og gripahúsið sluppu, minniháttar skemmdir á þeim.  Eldsupptök eru ókunn, en málið í rannsókn lögreglu.

Aðfaranótt sunnudags 13 des  var tilkynnt um eld í ruslatunnu við Fjarðarstræti 57 á Ísafirði.Lögregla og slökkvilið kallað á staðinn og var eldur kominn í klæðningu á húsinu og mátti litlu muna að ekki yrði stór tjón vegna þessa.  Málið er í rannsókn lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Naustvík 10-09-2007.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
Vefumsjón