Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. maí 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 19. til 26. maí 2014.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í nágrenni Hólmavíkur.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í nágrenni Hólmavíkur.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í nágrenni Hólmavíkur. Mánudaginn 19. maí varð umferðaróhapp með þeim hætti að jeppabifreið var ekið á vegfaranda á reiðhjóli, reiðhjólamaðurinn hlaut minni háttar meiðsl og fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Skemmtanahald um liðna helgi fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Þá vill lögregla koma með ábendingar til ökumanna og umráðamanna ökutækja vegna lagninga, að víða í þéttbýlisstöðum í umdæminu eru gangstéttir þröngar og erfitt getur verið að komast þar um með t.d. barnavagna, biður ökumenn að taka tillit til þess, þegar menn leggja bifreiðum sínum.  Þá vill lögregla einnig koma því á framfæri til hundaeiganda að lausaganga hunda í þéttbýli í umdæminu er ólögleg, borist hafa kvartanir vegna lausagöngu hunda.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Náð í einn flotann.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
Vefumsjón