Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. maí 2008 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2008.

Drangaskörð 18-04-2008.
Drangaskörð 18-04-2008.

Veðrið í Apríl 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur fram undir miðjan mánuð,en mest Norðaustanáttir eða Suðvestanáttir,þann 15 hlínaði verulega með suðlægum áttum,og góðviðri fram til 21.Síðan Norðvestan og Norðan þræsingur með ofankomu síðustu daga mánaðar.

Úrkoman var óvenju lítil í mánuðinum.

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðaustan og Norðan þann 4,kaldi en allhvass og hvassviðri þann 3 með snjókomu síðan él,úrkomulaust 1 og 2,hiti frá 1 stigi niðrí 4 stiga frost.

5-6:Breytilegar vindáttir,logn eða gola,úrkomulaust,frost frá 6 stigum upp í 3 stiga hita þann 6.

7:Suðvestan kaldi,þurrt fram á kvöld,hiti 4 til 7 stig.

8-13:Norðan síðan Norðaustan kaldi en allhvass 9 og 10,síðan stinníngsgola,él eða slydda,frost á kvöldin og yfir nóttina 1 til 3 stig en hiti yfir dagin 1 til 2 stig.

14-15:Suðvestan,stinníngsgola en stinníngskaldi þann 15,þurrt í veðri.frost í fyrstu síðan hlinandi frost frá 4 stigum upp í 6 stiga hita.

16-21:Hægviðri,breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,yfirleitt þurrt í veðri,hiti 3 til 10 stig.

22-25:Norðvestan gola eða stinníngsgola,þoka eða þokuloft og súld,hiti frá 4 stigum niðrí 1 stig.

26-30.Norðan kaldi eða stinníngskaldi,snjókoma,slydda eða él,frost frá 2 stigum upp í 2 stiga hita.

Úrkoman mældist 28,5 mm.

Mestur hiti mældist þann 18 þá 10,0 stig.

Mest frost mældist þann 5 þá 6,5 stig.

Jörð var talin alhvít í 9 daga.

Jörð var talin flekkótt í 21 dag.

Auð jörð því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist 21 cm dagana 1-2-4 og 5.

Sjóveður:Slæmt sjóveður var 1 til 3 og 8 til 10 og 26 til 30,annars gott sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
Vefumsjón