Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. febrúar 2007 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í janúar 2007.

Örkin sem er 634 m að hæð.
Örkin sem er 634 m að hæð.
Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
1-5:Suðlægar áttir að mestu hægviðri,snjókoma eða slydda,hiti í kringum 0 stígið.
6:Vindur snérist snöggt í allhvassa norðaustanátt um kvöldið með snjókomu og snarfrysti.
7-9:Norðan og norðaustanátt,stinningskaldi,talsvert frost og él.
10-13:Vestan eða suðvestan,sinningsgola upp í kalda,úrkomulítið,talsvert frost áfram.
14-20:Norðaustan,kaldi,stinningskaldi upp í allhvassan vind,dáldið frost nema þann 20 hiti þá 1til 3 stig,él eða snjókoma oft skafrenningur.
21: Vestan kul eða breytileg vindátt,úrkomulaust,talsvert frost aftur.
22:Suðvestan kaldi og ört hlýnandi veður með kvöldinu.
23-27:Vestan og suðvestan yfirleitt kaldi enn hvassviðri eða stormur um tíma 24 og 25,hlítt í veðri, úrkomulítið.
28 :Norðan gola í fyrstu og hiti um frostmark,enn hlýnandi aftur þegar leið á daginn með breytilegri vindátt,frostúði um morgunin fram á hádegi.
29-31:Sunnan og suðvestan stinningskaldi og allhvass vindur hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
Úrkoman mældist 66,3 mm og er það rétt undir meðaltali.(úrkoman mældist oft ílla vegna hvassviðra).
Mestur hiti mældist þann 24 þá 9,6 stig og þann 29 þá 9,1 stig.
Mest frost var þann 10 eða - 8,9 stig.
Mesta snjódýpt var 29 cm dagana 21 og 22.
Jörð var talin alhvít í 23 daga enn flekkótt í hina 8 dagana.
Sjóveður var rysjótt í mániðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón