Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. apríl 2007 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í mars 2007.

Ávíkuráin hefur rutt sig í hlýindunum.
Ávíkuráin hefur rutt sig í hlýindunum.
Yfirlit yfir veðrið í mars 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög umhleypingasamur mánuður.
Aðeins einn sólarhringur var úrkomulaus í mánuðinum 29 mars.
1-2:Austlæg vindátt stinningskaldi,él eða snjókoma,frost 2 til 7 stig.
3-4:Breytilegar vindáttir,stinningsgola í fyrstu enn síðan kul,hiti yfir frostmarki smá snjókoma og rigning.
5-6:Norðaustan og Norðan hvassviðri eða stormur,súld,slydda eða snjókoma,hiti 0 til 4 stig.
7-8:Austan og norðaustan,stinningskaldi,rigning eða súld,hiti 2 til 4 stig.
9-10:Norðan og norðvestan,allhvass í fyrstu síðan stinningsgola,slydda eða snjókoma,hiti um frostmark.
11:Suðlægar vindáttir kaldi,slyddu eða snjóél,hiti 2 til 5 stig.
12:Norðvestan og norðan,stinningskaldi,slydda eða snjókoma lítilsháttar hiti 2 til 0 stig.
13:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,snjókoma eða slydda,hiti 0 til 1 stig.
14:Suðvestan allhvass,stinningskaldi,él,hiti frá 3 stigum niðrí 0 stig.
15-17:Breytilegar vindáttir eða auslægar,kul og upp í kalda,snjóél,frost 0 til 3 stig.
18:Norðanáhlaup,hvassviðri eða stormur,dimm él og skafrenningur,frost um 5 stig.
19:Norðan í fyrstu enn síðan breytileg vindátt,kaldi,gola,smá él,frost 4 til 5 stig.
20:Sunnan og suðvestan kaldi í fyrstu síðan hvassviðri,í storm um tíma,rigning síðan skúrir,veður fór ört hlýnandi,frost frá 2 stigum upp í 7 stiga hita.
21:Suðvestan hvassviðri og stormur með storméljum,kólnandi hiti frá 2 stigum niðrí vægt frost.
22-23:Sunnan og suðvestan,hvassviðri og upp í storm þann 22 enn annars hvassviðri,él í fyrstu síðan rigning eða skúrir,hiti frá 0 stigum upp í 8 stiga hita.
24-25:Suðlægar vindáttir,stinningskaldi,allhvass,síðan kaldi seinni daginn,él síðan rigning þann 25,hiti 2 til 7 stig.
26-28:Breytilegar vindáttir hægviðri andvari,kul,él enn talsverð snjókoma snemma morguns þann 28,hiti rétt yfir frostmarki.
29-30:Suðvestan og sunnan stinningskaldi,smá rigning eða skúrir seinni daginn,hiti 3 til 8 stig.
31:Sunnan og suðvestan stinningskaldi í fyrstu síðan allhvass eða hvassviðri enn stormur og rok um kvöldið og rigning,hiti 8 til 11 stig.
Úrkoman var langt yfir meðaltali og mældist 117,1 mm,(enn meðaltal er um 75 mm).
Mestur hiti mældist þann 31 þá 10,5 stig.
Mest frost mældist þann 2 og þá -5,8 og -6,9 stig og þann 18 mældist -6,5 stig.
Mesta snjódýpt mældist dagana 19 og 20,þá 27 cm.
Jörð var talin alhvít í 15 daga og flekkótt í 13 daga og þá alauð í 3 daga.
Vindur náði 12 vindstigum eða 36 m/s í kviðum um kvöldið þann 22.
Sjóveður var rysjótt í mánuðinum enn nokkrir sæmileygir dagar inn á milli.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Veggir feldir 19-06-2008.
Vefumsjón