Veðrið í Desember 2013.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum með hvassviðri eða stormi fyrsta dag mánaðarins. Þann fjórða gekk í skammvinna Norðanátt með hörkufrosti til sjötta. Eftir það dróg úr frosti með austlægum eða breytilegum vindáttum,og síðan suðlægum. Síðan héldu umhleypingar áfram fram til 22. Eftir það gekk í ákveðna Norðaustanátt,oft með hvassviðrum eða stormi,rigningu,slyddu eða éljum. Talsverð ísing var 26 og 27.,í byggð. Talsverð eða mikil hálka og svell voru á vegum fyrir hátíðarnar og fram á áramót. Vindur náði 12 vindstigum gömlum þann 1.,eða yfir 35 m/s. Talsvert tjón varð hjá Orkubúi Vestfjarða á Trékyllisheiði á gamlársdag,þegar rafmagnstaurar brotnuðu og línur slitnuðu,vegna ísingar þar uppi.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-3:Suðvestan hvassviðri eða stormur þ.1. síðan stinningskaldi eða kaldi,rigning,skúrir,síðan él og kólnandi,hiti frá +8,5 stigum niðri -4 stig.
4-5=Norðan,allhvass,stinningskaldi,kaldi,snjókoma,él,frost -6 til -9 stig.
6-8:Breytilegar vindáttir,andvari,gola,stinningsgola,snjókoma,él,þurrt í veðri þ.7.,frost frá -12 stigum upp í +2 stig.
9-11:Suðvestan eða S,kaldi,stinningsgola,kul,smá él þ.9.,annars þurrt,hiti frá +4 stigum niður í -3 stig.
12-13:Austlæg vindátt,kul,gola,stinningsgola eða kaldi,þurrt í veðri þ.12,lítilsáttar snjókoma þ.13.,hiti frá -4 stigum upp í +6 stig.
14:Vestan stinningskaldi,síðan kul,þurrt í veðri,hiti frá +4 stigum niðri 0 stig.
15-16:Suðlæg eða breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,stinningsgola,él,hiti frá -5 stigum upp í +1 stig.
17:Suðlægur og síðan Austan,stinningsgola,allhvasst,snjókoma um kvöldið,hiti -1 stig til +2 stig.
18:Suðvestan stinningsgola,allhvasst,stinningskaldi,él,hiti +0 til +5 stig.
19:Norðvestan,stinningsgola,alhvass,snjókoma,hiti +2 til -4 stig.
20:Suðvestan,allhvass,kaldi,stinningsgola,skafrenningur,hiti frá +2 stig til -2 stig.
21-22:Norðaustan,allhvass í fyrstu,síðan stinningskaldi,eða kaldi,slydda,rigning eða súld,hiti +1 til +3,5 stig.
23-31:Norðaustan,stormur,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,rigning,slydda.snjókoma,él,frostrigning,súld,hiti frá-3 til +4 sig.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 63,0 mm. (í desember 2012: 76,0 mm.)
Þurrir dagar voru 6.
Mestur hiti mældist þann 1:+8,5 stig.
Mest frost mældist þann 6: -12,0 stig.
Meðalhiti við jörð var -3,51 stig. (í desember 2012:-2,49 stig.)
Meðalhiti var:-0,5 stig.
Alhvít jörð var í 25 daga.
Flekkótt jörð var í 4 daga.
Auð jörð var því í 2 daga.
Mesta snjódýpt mældist 16 cm dagana 9.og 20.
Sjóveður:Mjög rysjótt.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.