Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2017 Prenta

Veðrið í Desember 2016.

18 cm snjódýpt mældist að morgni 31 desember.
18 cm snjódýpt mældist að morgni 31 desember.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með austlægum vindáttum og síðan mest suðlægum vindáttum, með lítilsáttar úrkomu og að mestu með hlýju veðri. Þann 8 til 10 var ákveðin norðaustanátt með rigningu og súld. Eftir það voru umhleypingar út mánuðinn, oft með suðvestan hvassviðri og jafnvel stormi. Nokkuð hlítt var fram til þann 19 en eftir það fór að kólna og oft frost eftir það. Auð jörð var fram á 18, en eftir það fór að aukast snjólag á láglendi. Úrkomusamt var í mánuðinum.

Í Sunnan og SV veðrinu þann 27 náði vindur í kviðum að fara í 36 m/s um hádegið, og klukkan 18:00 í 38 m/s. Enn þann 28 frá klukkan 11 og framundir klukkan 14:00, náðu kviður í 40 m/s í SSV áttinni.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 115,2 mm. (í desember 2015: 74,8 mm.)

Þurrir dagar voru 3.

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Mestur hiti mældist þann 27: +10,5 stig.

Mest frost mældist þann 21: -5,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,0 stig.

Meðalhiti við jörð var – 0,36 stig. (í desember 2015: -2,85 stig.)

Alhvít jörð var í 8 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð var því í 18 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 31: 18 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Austlæg vindátt, stinningsgola, kul, snjókoma, slydda, hiti -0 til +3 stig.

2-3: Sunnan og SV, kaldi, stinningskaldi, allhvass, skúrir, rigning, hiti +1 til +10 stig.

4: Norðaustan eða A, stinningsgola síðan kul, súld, rigning, hiti +4 til +10 stig.

5-7: Sunnan og SA, stinningsgola, kul, gola, andvari, en NV stinningsgola þ. 7. Þurrt í veðri 5 og 6, en rigning um kvöldið þann 7, hiti +1 til +9 stig.

8-10: Norðaustan allhvass, stinningskaldi, rigning, súld, hiti +1 til +6 stig.

11: Austan, kul eða gola, enn SV stinningsgola seinni partinn, lítilsáttar rigning, hiti +4 til +7stig.

12: Norðan stinningsgola, síðan V, stinningskaldi, rigning, hiti +2 til +6 stig.

13-20: Mest suðlægar vindáttir, SV, S, SA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, oft mjög kviðótt, rigning, skúrir, él, snjókoma, hiti -1 til +9,5 stig.

21-26: Austan og NA áttir, kul, gola, stinningsgola, kaldi, en allhvass eða hvassviðri þ. 25. snjóél, snjókoma, slydda, en þurrt í veðri Þ.21. hiti frá -5 stigum uppí +3 stig.

27-29: Sunnan eða SV, stormur, hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, rigning, skúrir,él, hiti -3 til +10,5 stig.

30: Suðverstan stinningsgola síðan N lægari, gola, mikil snjókoma fram á kvöld, -1 til -4 stig.

31: Norðan stinningskaldi með éljum, en síðan SV gola eða stinningsgola, hiti 0 til -5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
Vefumsjón