Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. mars 2013 Prenta

Veðrið í Febrúar 2013.

Hitinn fór tvívegis í 9,6 stig í febrúar,það telst mikill hiti á þessum árstíma á Ströndum.
Hitinn fór tvívegis í 9,6 stig í febrúar,það telst mikill hiti á þessum árstíma á Ströndum.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum sem stóðu fram til 12.enn úrkomulitlu veðri. Þann 13. gekk í ákveðna Norðaustanátt,einnig með úrkomulitlu veðri sem stóð fram til 17. þessa mánaðar. Eftir það gerði suðlægar vindáttir með hægviðri og hlýju veðri,enn hvassari eftir 22,og allhvasst eða hvassviðri af SV þann 27. Mánuðurinn endaði síðan með hægri austlægri og síðan suðaustlægri vindátt. Snjó tók mikið upp í þessum hlýundum og varð auð jörð á láglendi. Mánuðurinn telst mjög hlýr í heild. Úrkoman var ekki mikil þótt þurrir dagar væru ekki nema 5. í mánuðinum,úrkoma var oft enn aldrei mikil á degi hverjum.

Yfirlit dagar eða vikur:

 

1:Austlæg vindátt eða breytilegar,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 0 til -4 stig.

2-3:Suðlægar og SV áttir,snerist í NA um kvöldið þann 3. gola,stinningsgola,kaldi,rigning,slydda,snjókoma,hiti +5 neðri -2 stig.

4-5:Norðaustan,N og NV,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,kul,snjókoma,slydda,rigning,él,hiti frá +3 stigum niðri -3 stig.

6-10:Suðlægar,SV eða SA vindáttir,kul,gola,stinningsgolakaldi eða stinningskaldi,þurrt þ.6. annars lítilsáttar snjókoma,skúrir,rigning,hiti frá -4 stigum uppi +9 stig.

11-12:Breytilegar vindáttir,gola síðan andvari,þurrt í veðri,hiti frá +7 stigum niðri -2 stig.

13-17:Norðaustan stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,rigning,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +4 stigum niðri -2 stig.

18-21:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt þ. 19. annars rigning,súld eða skúrir,hiti +0 til +9 stig.

22-27:Sunnan eða Suðvestan stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,en allhvass og hvassviðri þ.27. skúrir eða rigning,hiti +2 til +10 stig.

28:Austan stinningsgola með snjókomu snemma morguns,síðan SA stinningsgola með slyddu og síðan rigningu seinnipartinn og um kvöldið,hiti frá -1 stigi uppi +3 stig.

 

Úrkoman mældist 55,7 mm. (í febrúar 2012:76,3 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist +9,6 stig dagana 22 og 25.

Mest frost mældist  -4,0 stig dagana 1 og 2.

Meðalhiti við jörð var -0,39 stig. (í febrúar 2012:-1,42 stig.)
Meðalhiti var: +2,8 stig.

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 21 dag.

Auð jörð var því í 3 daga.

Mesta snjódýpt mældist 5 cm dagana 7 og 8.

Sjóveður:Frekar rysjótt sjóveður,en nokkrir góðir dagar sem gott eða sæmilegt var í sjóinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
Vefumsjón