Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. febrúar 2017 Prenta

Veðrið í Janúar 2017.

Árnesstapar,Krossnes í baksýn. Mynd 20-01-2017.
Árnesstapar,Krossnes í baksýn. Mynd 20-01-2017.

Veðrið í Janúar 2017.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn og árið byrjaði með suðlægum vindáttum oft hvössum og frekar lítilli úrkomu. En um kvöldið þann áttunda gekk til norðaustanáttar með lítilsáttar snjókomu, og síðan norðlægari vindátt sem stóð fram til og með tólfta. Þá gekk vindur til suðlægra vindátta þann þrettánda með hægum vindi í fyrstu og hlýnandi veðri, og gerði talsverðan blota þann fimmtánda, en um kvöldið fór að kólna aftur, vindur var oft stífur og jafnvel hvassviðri. Frá tuttugusta til tuttugusta og fimmta var vindur meira austlægur, og á rólegu nótunum. Skammvinn SV átt var þann 26. Þann 27 snerist til áveðinnar NA og N, áttar með snjókomu eða éljum í tvo daga. Eftir það var auslægari vindáttir með frosti í fyrstu, en hlýnaði talsvert síðasta dag mánaðar. Snjólétt var í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 67,8 mm. (í janúar 2016: 45,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 15. 9,0 stig.

Mest frost mældist þann 19. -9,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,58 stig. (í janúar 2016: -3,53 stig.)

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 13: 22 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-8: Suðlægar vindáttir, SV, S, SA, gola, stinningsgola, kaldi,stinningskaldi,allhvasst, hvassviðri, en NA átt um kvöldið þ.8., þurrt í veðri 1 og 2, annars él, rigning, snjókoma, hiti 8 og niður í -3 stig.

9-12: Norðaustan, stormur, hvassviðri, stinningskaldi, kaldi, snjókoma, él, en þurrt í veðri þ. 12. hiti 1 til -7 stig.

13-22: Suðlægar vindáttir, Sunnan, SSV, SA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri 15, 16,17 og 20. él, snjókoma, skafrenningur, slydda, rigning, skúrir, þurrt í veðri Þ.19. hiti -10 til 9 stig.

23-25: Suðaustan eða Austan, kul, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, súld, hiti 1 til 8 stig.

26: Suðvestan kul, gola, stinningsgola, él um morguninn, hiti -1 til 2 stig.

27-28: Norðaustan eða N, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, snjókoma, él, hiti 2 til -3 stig.

29-31: Austlægar vindáttir, kul, gola, kaldi, en allhvasst aðfaranótt 31. og fram á morgun, en hæg breytileg átt um kvöldið, þurrt í veðri 29. og 30. rigning þann 31. hiti frá -6 til 6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
Vefumsjón