Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. febrúar 2018 Prenta

Veðrið í Janúar 2018.

Borgarísjaki sást í byrjun mánaðar.
Borgarísjaki sást í byrjun mánaðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hægviðrasamt var fyrstu fjóra daga mánaðar og úrkomulítið en nokkurt frost. Þann 5 gekk í norðaustan eða austanátt með éljum eða snjókomu og miklum skafrenning og nokkru frosti. Frá 8 fór veður hlýnandi með suðlægum vindáttum, og tók snjó mikið upp fram til og með 13. En nokkuð svellað. Suðvestan hvassviðri var með stormkviðum og dimmum éljum þann 14. Þann 15 er komin norðvestan með snjókomu, og voru norðlægar vindáttir með snjókomu eða éljum fram til 25. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri, eða úrkomulausu. Síðasta dag mánaðar voru norðlægar vindáttir með éljum.

Annan janúar sást borgarísjaki 3 KM NA af Reykjaneshyrnu. Og var tilkynnt um jakann á hafísdeild Veðurstofunnar.

Vindur náði 34 m/s í kviðum í suðvestan hvassviðrinu þann 14., sem er meir en 12 vindstig gömul.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 72,3 mm. (í janúar 2017: 67,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 10 og 12 +8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 19 -5,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,4 stig. ( í janúar 2017: + 0,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var – 3,01 stig. (í janúar 2017: -2,58. stig.)

Alhvít jörð var í 27 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 8. 40 cm.

Sjóveður: Nokkuð rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Breytileg vindátt kul, snjókoma frá hádegi, hiti -4 til 0 stig.

2: Austan gola, stinningsgola, þurrt í veðri en skafrenningur, hiti 2 til – 1 stig.

3-4: Suðaustan eða A, kul, gola,stinningsgola, þurrt í veðri, hiti 1 til -5 stig.

5-7: Norðaustan eða A, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, skafrenningur, él, snjókoma, hiti -5 til 2 stig.

8-14: Suðlægar vindáttir, SV, S, SA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri með stormkviðum þann 14., snjókoma, rigning, skúrir, él, þurrt í veðri þ.10. hiti 8 til -4 stig.

15-25: Mest hafáttir, NV, N, NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst eða hvassviðri þann 23. Snjókoma, él, þurrt í veðri 18 og 25. Hiti 3,5 til -5 stig.

26-29: Suðlægar vindáttir SV, S, SA, kul, gola, stinningsgola, snjókoma um kvöldið þann 26 síðan þurrt í veðri, hiti -4 til 4 stig.

30: Austan kul, gola, stinningsgola, kaldi, þurrt í veðri, hiti -4 til 1 stig.

31: Norðaustan síðan norðan, stinningskaldi, kaldi, snjóél, hiti 2 til -2 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Húsið fellt.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón