Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. desember 2016 Prenta

Veðrið í Nóvember 2016.

Veðurathugunarmaður mælir sjávarhita, ásamt Töru.Mynd Kristín Bogadóttir.
Veðurathugunarmaður mælir sjávarhita, ásamt Töru.Mynd Kristín Bogadóttir.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum með mest suðlægum eða austlægum vindáttum, en allhvasst eða hvassviðri var um tíma þann áttunda, en með hlýju veðri yfir daginn, en úrkomulitlu veðri fram til og með tíunda. Þann ellefta var austlæg vindátt með mikilli rigningu, síðan suðvestanáttir með kólnandi veðri og slyddu eða snjóéljum. Loks þann sextánda gekk í norðanátt með snjókomu eða éljum fram til tuttugusta. Eftir það voru mest suðlægar vindáttir, en mánuðurinn endaði með norðaustanátt, allhvassri um tíma með rigningu og síðan slyddu.

Að morgni þann 17 var í fyrsta skipti alhvít jörð á láglendi.

Í suðvestanáttinni þann 13 um kvöldið náði vindur 41 m/s, í kviðum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 92,0 mm. (í nóvember 2015: 83,5 mm.)

Þurrir dagar voru 4.

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 5 daga.

Mestur hiti mældist þann 7.: +12,2 stig.

Mest frost mældist þann 23.: -4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,52 stig. (í nóvember 2015: -0,47 stig.)

Alhvít jörð var í 3 daga.

Flekkótt jörð var í 7 daga.

Auð jörð var því í 20 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 18.: 6 cm.

Sjóveður: Í heildina gott eða sæmilegt nema í þessu eina norðanáhlaupi ,dagana 16 til 20.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðlægar vindáttir SA, S, kul, stinningsgola, þurrt í veðri þ. 1. enn rigning þ.2. hiti +1 til + 7 stig.

3-4: Austan eða NA gola, stinningsgola, kaldi, rigning, skúrir, hiti +4 til +7 stig.

5: Breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, þurrt í veðri, hiti +1 til +5 stig.

6-8: Sunnan eða SV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en hvassviðri um tíma þ.8. rigning eða skúrir, hiti +3 til +12 stig.

9: Auslæg vindátt, gola síðan kul, þurrt í veðri, hiti +2 til +6 stig.

10: Sunnan kul eða gola, úrkomuvottur, skúr, hiti +2 til +5 stig.

11: Austan eða SA, gola,, stinningsgola, kaldi, síðan kul, rigning, hiti +5 til +8 stig.

12-15: Suðvestan stinningsgola,kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri eða stormur þ. 13. rigning, slyddu eða snjóél, hiti +1 til +9 stig.

16-21:Norðan allhvasst, hvassviðri, stinningsgola, gola, él, snjókoma, hiti -2 til +3 stig.

22-25: Suðælgar vindáttir, S, SA, SV, V, enn NV um kvöldið Þ.25., gola, kul, stinningsgola, allhvass, kaldi, stinningskaldi, slydda, snjókoma, rigning, él, hiti -4 til +8 stig.

26: Austan gola, kul, þurrt í veðri, hiti frá -4 til +3 stig.

27- 29: Sunnan og SV, kaldi, stinningskola, gola, stinningskaldi, lítilsáttar skúrir eða él, hiti, +0 til +9 stig.

30: Vestan kul eða gola, síðan NA allhvass, kaldi, rigning, súld, slydda, hiti frá +3 niður í +0 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
Vefumsjón