Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2018 Prenta

Veðrið í Október 2018.

Sjálfvirkur úrkomumælir Veðurstofunnar á Gjögurflugvelli.
Sjálfvirkur úrkomumælir Veðurstofunnar á Gjögurflugvelli.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðar voru hægar breytilegar vindáttir, með rigningu. Um kvöldið þann 3 snérist til norðaustanáttar, og var hvassviðri þann 4 með rigningu og síðan slydduéljum. Norðanáttin gekk svo niður þann 5. Síðan var hægur vindur með ýmsum vindáttum. Þann 17 var norðvestan og síðan suðaustan með skúrum eða slydduéljum. Frá 18 til 23 voru suðvestanáttir eða vestan, með rigningu, skúrum og síðan slydduéljum. Frá 24 og til 26 voru norðlægar vindáttir, með slyddu eða éljum. Þá snérist í suðvestan hvassviðri aðfaranótt 28 og fram á morgun, en síðan gerði S hægviðri. Þá var austlæg vindátt síðustu tvo daga mánaðarins, með rigningu. Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum, og mánuðurinn fremur svalur, og mun kaldari en október í fyrra. Veðurathugunarmaður var í fríi frá 8 til 10.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 87,8 mm. (í júní 2017: 61,7. mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 19 +9,0 stig.

Mest frost mældist þann 6 -4,3 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,2 stig. (í október 2017:+6,1 stig. )

Meðalhiti við jörð var +0,42 stig. (í október 2017: +2,94. stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt. Ekki mælanleg.

Sjóveður: Gott eða sæmilegt 1, 2, 6, 7, 11, 14, 15, 16, 18 og 29. Annars rysjótt sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðaustan kul eða gola í fyrstu, síðan vestan gola, stinningsgola, rigning, hiti 2 til 7 stig.

3: Breytileg vindátt með kuli í fyrstu, síðan snérist í N og NA um kvöldið með stinningskalda, þurrt í veðri, hiti 0 til 5 stig.

4-5: Norðaustan og N hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, síðan hægari, rigning, slydduél, hiti frá 5 stigum niður í -3,5 stig.

6-7: Suðaustan gola eða stinningsgola, síðan S og SV kul, slydduél, rigning, hiti, frá -4 til 5 stig.

8-10: Veðurathugunarmaður í frí.

11-13: Norðan, NA, SA, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, þoka, hiti 1 til 7 stig.

14-16: Breytilegar vindáttir kul eða gola, rigning þann 16, annars þurrt, hiti 2 til 8 stig.

17: Norðvestan stinningsgola, síðan SA kul eða gola, skúrir eða slydduél, hiti 2 til 6 stig.

18:23: Suðvestan eða V gola, stinningsgola, kaldi, en hvassviðri, þ. 20 og fram á morgun þ. 21. Rigning, skúrir, él, þurrt í veðri þ.23. Hiti frá 9 stigum niður í -1 stig.

24-26: Norðaustan síðan N og NV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, slydda, él, hiti -1 til 2 stig.

27: Austlæg vindátt, kul, gola, og síðan S, kaldi, snjókoma um kvöldið, hiti -1 til 2 stig.

28-29: Suðvestan hvassviðri í fyrstu, síðan kaldi, stinningsgola, síðan S kul, rigning, skúrir, hiti 1 til 7 stig.

30-31: Norðaustan og A, kul, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning, hiti -1 til 6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
Vefumsjón