Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. janúar 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2009.

Frá Litlu-Ávík 28-12-09.Mesta snjódýpt mældist 48 cm í mánuðinum.
Frá Litlu-Ávík 28-12-09.Mesta snjódýpt mældist 48 cm í mánuðinum.
1 af 2
Veðrið í Desember 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var NA með talsverðu frosti og snjókomu eða éljum,síðan gerði nokkurn blota og hlýindi fram til 17.

Síðan mest Norðan og NA með talsverðu frosti yfirleitt út mánuðinn.

Á aðfangadagskvöld jóla gekk í Norðan rok og uppí ofsaveður með snjókomu.Rafmagnstruflanir frá því uppúr kl.tuttugu og fram undir miðnættið.

Þann 27 gerði gífurlega snjókomu í hægum vindi og mældist sólarhringsúrkoman 37 mm.

Mikil úrkoma var í mánuðinum miðað við að það voru 12 dagar úrkomulausir.

Eitt það fallegasta áramótaveður var hér til margra ára.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Norðaustan stinningskaldi með éljum þ.1enn allhvass eða hvassviðri þ.2 með snjókomu og slyddu um kvöldið,hlýnandi,frost frá -7 stigum uppí +1 stig.

3-4:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,snjókoma eða slydda,hiti +2 stig niðrí -1 stig.

5:Austan allhvass fyrir hádegið með rigningu síðan S,stinningsgola og léttskýjað um kvöldið,hiti 4 til 6 stig.

6-8:Yfirleitt Norðaustan kaldi eða stinningskaldi,rigning eða súld,hiti 4 til 6 stig.

9-11:Suðlægar vindáttir,gola,stinningsgola eða kaldi,rigning eða súld,þurrt þ.14,hiti 2 til 12 stig.

12:Breytileg vindátt,logn eða gola,rigning,hiti 5 til 13 stig.

13-17:Breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,gola,en stinningsgola þ.17,þurrt í veðri,hiti 2 til 8 stig.

18:Breytileg vindátt með kuli í fyrstu síðan NA allhvass um kvöldið og kólnandi veður,þurrt,hiti +3 stig niðrí -2 stig.

19-23:Norðan kaldi eða stinningskaldi,þurrt 19 og 20,annars él,hiti frá 0 stigum og niðrí -7 stig.

24:Norðaustan kaldi eða stinningskaldi í fyrstu,síðan N rok og uppí ofsaveður með snjókomu,hiti -1 til +1 stig.

25-26:Norðaustan allhvass,snjóél,hiti frá +3 stigum niðrí -2 stig.

27:Norðan kaldi í fyrstu síðan vestlægur með stinningsgolu og síðan kuli,með mikilli snjókomu,frost -1 til -5 stig.

28:Vestlæg eða breytileg vindátt,kul eða gola,þurrt í veðri,frost -3 til -7 stig.

29-31:Norðan stinningskaldi síðan vestlæg vindátt eða breytileg með andvara,kuli eða golu,él og skafrenningur þ,29 en síðan úrkomulaust,frost 0 stig niðrí -8 stig.

 

Úrkoman mældist 110,7 mm.(í desember 2008:78,6 mm).

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist aðfaranótt 12:fór í +12,6 stig.

Mest frost mældist þann 30 og var -7,9 stig.

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 13 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 28 og var 48 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,4 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,75 stig (í desember 2008:-2,30 stig).

Sjóveður:Sjóveður var talið ágætt dagana:frá 9 til 18 og 28,30 og 31,annars slæmt eða ekkert sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
Vefumsjón