Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Október 2010.

Örkin alhvít að morgni 24 október,en jörð flekkótt á láglendi.
Örkin alhvít að morgni 24 október,en jörð flekkótt á láglendi.
Veðrið í Október 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr fram til 16,enn þann 17 fór veður kólnandi með NA og N áttum,og var veður nokkuð rysjótt út mánuðinn.

Jörð á láglendi varð fyrst flekkótt þann 22,og mældist fyrsta snjódýpt að morgni 24,en taldist aldrei alhvít í mánuðinum.

Fjöll voru alhvít í fyrsta sinn að morgni 24,enn í fyrra urðu fjöll fyrst alhvít 25 september,eða um mánuði fyrr en í ár.

Uppskera úr matjurtagörðum var þokkaleg.(þetta átti að fylgja september yfirlitinu).

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 4 til 10 stig.

2-3:Austnorðaustan allhvasst og stinningskaldi í fyrstu,síðan síðan breytileg vindátt með andvara,rigning,hiti 5 til 10 stig.

4-7:Norðaustan og Norðan,stinningsgola og kaldi,en allhvass og hvassviðri þ.5,síðan stinningskaldi og stinningsgola,rigning eða súld,hiti 4 til 8 stig.

8:Suðvestan mest gola,súld,hiti 4 til 9 stig.

9-16:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,súld,rigning eða skúrir,hiti 3 til 12 stig.

17-18:Norðan stinningskaldi eða kaldi,talsverð rigning þ.17,hiti 2 til 5 stig,kólnandi veður.

19-Suðvestan og V,kaldi síðan gola,þurrt,hiti 0 til 5 stig.

20-25:Norðaustan gola,stinningsgola eða kaldi,él,hiti frá -2 stigum uppí +4 stig.

26-31:Norðaustan kaldi,stinningskaldi eða allhvass,rigning,skúrir síðan él,hiti frá -2 stigum uppí +6 stig.

 

Úrkoman mældist 97,2 mm (í október 2009:94,5 mm).

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 13:+11,7 stig.

Mest frost mældist þann 25:-1,6 stig og þann 31:-1,5 stig.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 25:þá 2 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +5,0 stig.

Meðalhiti við jörð +2,25 stig.(í október 2009:+1,09 stig).

Sjóveður:Var slæmt 5-6 og 7,síðan ágætt framundir 17,enn eftir það nokkuð rysjótt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón