Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. október 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í September 2011.

Örkin.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.
Örkin.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.
1 af 2

Veðrið í September 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum og hægum vindi og hlýju veðri síðan fór kólnandi með hafáttum og úrkomusömu veðri fram til 14.Síðan loks suðlægar vindáttir með hlýrra veðri aftur fram til 19.Eftir það kólnaði aftur með hafáttum.Þann 30 gerði Sunnan hvassviðri eða storm með mjög miklum kviðum,og var mjög hlýtt í veðri seinnipartinn.

Vindur náði 37 m/s í kviðum þann 30.eða 12 gömlum vindstigum.

Gífurleg úrkoma var aðfaranótt sunnudagsins 4 september eða 70,1 mm eftir 15 tíma mælingu.

Mjög úrkomusamt var í mánuðinum í heild.

Fyrsti snjór í fjöllum varð þann 7.

Fyrsta næturfrost mældist að morgni þann 10.

Fé kom vænt af fjalli og er fallþungi dilka allgóður.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Breytilegar vindáttir andvari,kul síðan gola,úrkomuvottur og þoka með köflum,hiti 8 til 14 stig.

2-8:Mest Norðan eða NV,stinningsgola,kaldi en allhvass þ.7 og 8,rigning eða súld,en þurrt ,þ.8.Mjög mikil rigning eða úrfelli aðfaranótt sunnudagsins 4 september.Hiti frá 2 stigum uppí 8 stig.

9-10:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,heiðskírt eða léttskýjað,þurrt í veðri,frost frá -1,5 stigi uppí +6 stiga hita.

11-13:Norðaustan kaldi og stinningskaldi og síðan N,stinningsgola og síðan kul,lítilháttar úrkoma,hiti 3 til 6 stig.

14-20:Suðlægar eða breytilegar vindáttir kul,gola eða stinningsgola,þurrt 14 og 17 annars lítilsháttar rigning,súld eða skúrir,hiti 2 til 13 stig.

21-22:Norðvestan gola eða stinningsgola,lítilsáttar súld eða rigning með köflum,hiti 4 til 7 stig.

23:Breytileg vindátt andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti 2 til 7 stig.

24:Norðaustan kaldi og stinningskaldi,súld,hiti 4 til 7 stig.

25-29:Norðvestan eða Norðan gola,stinningsgola en allhvass af NA um kvöldið þ.28,súld eða rigning,hiti 3 til 7 stig.

30:Breytileg vindátt með andvara eða kuli í fyrstu síðan Sunnan hvassviðri eða stormur með miklum kviðum seinnipartinn og um kvöldið,rigning,skúrir,hiti 6 til 14 stig.

 

Úrkoman mældist:181,3 mm. (í september 2010: 43,6 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti:+13,6 stig þann 30.

Mest frost:-1,5 stig aðfaranótt 10.
Meðalhiti var: +6,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,58 stig.(í september 2010: +5,48 stig.)

Sjóveður:Nokkuð rysjótt en mjög góðir eða sæmilegir dagar á milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Seljanes-06-08-2008.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Langa súlan á leið upp.
Vefumsjón