Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. desember 2018

Rauð eða flekkótt jól.

Sem vorveður væri og þoka í grennd.
Sem vorveður væri og þoka í grennd.
1 af 2

Það er búið að vera frábært veður svona í heild sem af er desember, veðurhæð mest á rólegu nótunum, þótt aðeins hafi blásið af ýmsum áttum hluta úr dögum. Mest hafa verið austlægar vindáttir eða suðlægar, og jafnvel breytilegar vindáttir. Alhvít jörð var fyrstu sex daga mánaðarins, enn það snjóaði talsvert um síðustu mánaðamót og fór snjódýpt í 20 cm, en frá sjöunda var flekkótt jörð, en í morgun gaf veðurathuganmaður í Litlu-Ávík upp auða jörð í veðurskeyti, rétt aðeins smávegis snjór í djúpum lautum. Það er jafnvel ótrúlegt að sjá veginn héðan úr Árneshreppi gefin upp auðan á þessum ártíma. (Sjá vef Vegagerðarinnar.)

Fólk er alltaf að pæla í hvort verði hvít eða rauð jól og veðurfræðingar og jafnvel veðureftirlitsmenn einnig mikið spurðir um það. En fólk pælir lítið í því hvaða dag eða tíma er miðað við. Á


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. desember 2018

Ákall úr Árneshreppi til ríkisstjórnar Íslands.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.

Varðar stöðu byggðar í Árneshreppi og þjónustu við íbúana

Íbúar Árneshrepps hafa um árabil búið við skerta þjónustu á vegum á veturna. Íbúum hefur fækkað mjög síðustu ár og má ekki síst rekja það til þeirrar staðreyndar að ungt fólk sættir sig ekki við þá algeru innilokun sem verulega skert vetrarþjónusta hefur í för með sér á tímabilinu janúar – mars ár hvert. Íbúar bundu um skeið miklar vonir við aðgerðir sbr. ályktun þingsins nr. 35/128, þann 15. mars 2003 „um aðgerðir til verndunar búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi“[1] en því miður varð lítið sem ekkert úr efndum á grundvelli hennar.

Unnið hefur verið að verkefninu Áfram Árneshreppur sem lið í verkefnum Byggðastofnunar og samstarfsaðila, Brothættum byggðum frá árinu 2017. Mörg markmið í verkefnisáætlun snúa að samstarfi og framtaki heimamanna en þau verkefni sem hvað brýnust eru fyrir viðgang byggðarinnar eru þó stóru innviðaverkefnin sem eru á valdi ríkis og stofnana þess. Það þolir að mati verkefnisstjórnar enga bið að þessi markmið verkefnisins hljóti athygli og stuðning ríkisins. Nú er svo komið að íbúarnir óttast að byggð leggist af verði ekkert að gert. Þar með væru varanlega glötuð mikil verðmæti sem felast í menningu og mannlífi í þessu sérstæða og afar fallega byggðarlagi.

Verslun í Norðurfirði var lokað síðsumars og verslunarrekendur fluttu úr byggðarlaginu. Ekki þarf að orðlengja að þessi staða er illþolandi fyrir íbúana og fyrirsjáanlegt er að enga vöru verður að hafa nema með því að panta sendingar með flugi. Verðlagning á flugsendingum er með þeim hætti að ekki verður við unað. Í gær, 13. desember 2018 var tilkynnt að verslun í Norðurfirði hlyti 2,4 mkr styrk árlega í þrjú ár og kann verkefnisstjórnin ráðuneytinu bestu þakkir fyrir þann styrk.

Hér með fer verkefnisstjórn verkefnisins Áfram Árneshreppur þess á leit við ríkisstjórn að eftirfarandi tillögur fái þegar framgang fyrir atbeina ríkisstjórnar:

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. desember 2018

Tíu milljónum úthlutað til að efla verslun.

Verslunarhúsið Norðurfirði.
Verslunarhúsið Norðurfirði.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 10 milljónum króna úthlutað til að efla verslun í strjálbýli fyrir árið 2018 en alls voru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstunni.

Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin koma m.a. til með að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu.

Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknirnar og gerði tillögur til ráðherra. Valnefnd bárust tuttugu umsóknir vegna framlaga til verslunar í strjálbýli. Sótt var um samtals kr. 65.286.756,- fyrir árið 2018 en samtals var sótt um kr. 202.245.756,- fyrir tímabilið 2018-2022.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. desember 2018

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2018.

Hér má sjá styrkþega samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2017. Mynd OV.
Hér má sjá styrkþega samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2017. Mynd OV.

Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.  Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.

Rétt er að minna á að leitast verður við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði.

Verkefnin þurfa að uppfylla þau skilyrði að þau séu til eflingar vestfirsku samfélagi,


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2018

Veðrið í Nóvember 2018.

Reykjaneshyrna, talsvert snjóaði síðustu daga mánaðar.
Reykjaneshyrna, talsvert snjóaði síðustu daga mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðar voru norðlægar vindáttir með slyddu, frostrigningu og síðan éljum. Þann 5 var hæg breytileg vindátt, með éljum. Þann 6 og 7 var norðaustan hvassviðri, og hlýnaði í veðri. Síðan 8 og 9 voru breytilegar vindáttir og hægviðri. Þá gerði norðaustan 10 til 16 með kólnandi veðri, með rigningu og síðan slyddu. Þann 17 og 18 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri sérstaklega um morguninn þann 17. þegar hiti fór í 15 stig. Frá 19 til 26 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu með köflum, en svölu veðri. Þá gekk í norðaustanátt þann 27 og var NA út mánuðinn með hvassviðri og snjókomu.

Úrkomusamt var fyrri hluta mánaðar eða framyfir miðjan mánuð.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2018

Aðventuhátíð

Kór Áthagafélags Strandamanna.
Kór Áthagafélags Strandamanna.

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður sunnudaginn 9. desember í Bústaðakirkju klukkan 16:00. Stjórnandi er Ágota Joó. Einsöngur: Snorri Snorrason. Píanó: Vilberg Viggósson. Hugvekju flytur Marta Ragnarsdóttir. Miðaverð við innganginn er 4.500 kr. fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn hátíðargesta, 14 ára og yngri. Kaffihlaðborð er innifalið. Miðaverð í forsölu er 3.500 kr. Forsölu lýkur föstudaginn 7. desember.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. nóvember 2018

Óvenjulegt hlítt loft mætti veðurathugunarmanni.

Fjöll voru alhvít í gærmorgun, en í morgun rétt flekkótt.
Fjöll voru alhvít í gærmorgun, en í morgun rétt flekkótt.

Það var virkilega gaman að koma út í morgun klukkan níu að lesa af hitamælum segir „Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík, því hitinn var13,9 stig og hámarkshitinn hafði farið í 15,0 stig með morgninum. Jón segir þetta óvenjulegt í nóvembermánuði og þetta hafi varla gerst betra í sumar síðastliðið“. Þessi hiti bætir liðan manna og heilsu örugglega. Vindur er fremur hægur hér á Ströndum eins og er en


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2018

Komin í póstinn aftur.

Jón Guðbjörn á póstafgreiðslunni. Mynd Eva.
Jón Guðbjörn á póstafgreiðslunni. Mynd Eva.

Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík hefur nú um síðustu mánaðamót tekið við öllum pósti í Árneshreppi, það er bréfhirðingu og að dreifa pósti á bæina og sér um póststöðina á Norðurfirði fyrir Íslandslandspóst ohf.   Jón hætti akkurat fyrir ári síðan og Ólafur Valsson tók við póstinum þegar hann opnaði verslunina á Norðurfirði. Hann tolldi ekkert við það frekar en að vera í versluninni. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti var með póstinn í sumar en getur ekki verið lengur enda nóg að gera á skrifstofu hreppsins. Íslandspóstur hafði


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. nóvember 2018

Gulli nýr flugvallarvörður.

Guðlaugur A Ágústsson.
Guðlaugur A Ágústsson.
1 af 2

Guðlaugur Agnar Ágústsson tók við starfi flugvallarvarðar á Gjögurflugvelli nú 1 nóvember. Guðlaugur er búin að sitja námskeið fyrir flugvallarverði hjá Isavia og í fjarkennslu. Gulli hefur undanfarin 2 ár séð um snjómokstur á flugvellinum, og sem hann mun einnig gera áfram. Guðlaugur var ráðinn sem verktaki í þetta starf hjá Isavia. „Nú er þetta orðið þannig á þessum minni flugvöllum, áður vara þetta auglýst staða,segir Arnór Magnússon umdæmisstjóri flugvalla hjá Isavia fyrir Vestfirði.“

Einnig er Hulda Björk Þórisdóttir að taka námskeið hjá Isavia fyrir radíóið, það er samskipti við flugvélar við lendingar flugtök og önnur samskipti við flugvélar. Guðlaugur mun síðan borga henni laun eftir því sem hann notar hennar starfskrafta, en Gulli er verktakinn og ef hann þarf aðstoð við eitthvað borgar hann þeim laun. (undirverktökum.)

Fyrrverandi


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2018

Veðrið í Október 2018.

Sjálfvirkur úrkomumælir Veðurstofunnar á Gjögurflugvelli.
Sjálfvirkur úrkomumælir Veðurstofunnar á Gjögurflugvelli.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðar voru hægar breytilegar vindáttir, með rigningu. Um kvöldið þann 3 snérist til norðaustanáttar, og var hvassviðri þann 4 með rigningu og síðan slydduéljum. Norðanáttin gekk svo niður þann 5. Síðan var hægur vindur með ýmsum vindáttum. Þann 17 var norðvestan og síðan suðaustan með skúrum eða slydduéljum. Frá 18 til 23 voru suðvestanáttir eða vestan, með rigningu, skúrum og síðan slydduéljum. Frá 24 og til 26 voru norðlægar vindáttir, með slyddu eða éljum. Þá snérist í suðvestan hvassviðri aðfaranótt 28 og fram á morgun, en síðan gerði S hægviðri. Þá var austlæg vindátt síðustu tvo daga mánaðarins, með rigningu. Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum, og mánuðurinn fremur svalur, og mun kaldari en október í fyrra. Veðurathugunarmaður var í fríi frá 8 til 10.

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2019 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Úr myndasafni

  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
Vefumsjón