Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. september 2017

Búið að opna tilboð í Bjarnarfjarðarbrú.

Nýji vegurinn yfir Bjarnarfjarðarháls.
Nýji vegurinn yfir Bjarnarfjarðarháls.

Tilboð opnuð 12. september 2017. Smíði nýrrar brúar á Bjarnarfjarðará á Strandavegi 643 í Strandasýslu.

Brúin er 140 m vestan núverandi brúar á Bjarnarfjarðará. Brúin verður 50 m löng steypt eftirspennt bitabrú í tveimur höfum 25 m löngum. Hún verður með 8,0 m breiðri akbraut og 0,5 m breiðum bríkum. Heildarbreidd brúarinnar er 9,0 m.    

Helstu magntölur eru:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. september 2017

Réttað í Melarétt 2017.

Fé kemur að rétt.
Fé kemur að rétt.
1 af 7

Í dag var réttað í Melarétt eftir að norðursvæðið var leitað í dag og í gær. Nú er fátt fé sem kemur í réttina, eftir að bændum og fé fækkaði í fyrra. Leitarmenn fengu þurrt veður í gær við leitirnar, enn í dag var hvass af suðvestri og smá skúrir, en mikill hiti. Leitarstjóri segir það hafi smalast vel, en fé haldi sig hátt og vill ekki niður í þessum hita. Eitthvað var um að fé hrapaði í klettum.

Það komu góðir gestir í réttina, það voru þeyr Hilmar Hjartarson sem er kenndur við Steinstún með harmonikku og Ágúst Guðmundsson kenndur við Kjós, með gítar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. september 2017

Heimasmalanir.

Verið að vigta lömb í Litlu-Ávík. Þar vigtaðist vel.
Verið að vigta lömb í Litlu-Ávík. Þar vigtaðist vel.
1 af 3

Í síðustu viku byrjuðu bændur að smala heimalönd sín, inní dali og upp til fjalla, og hefur það gengið misjafnlega, oft líka þokuloft og súld og lágskýjað. Í dag er búið að smala á öllum bæjum, auðvitað vantar en fé af heimalöndum bænda. Á mánudaginn komu tveir fjárbílar frá Hvammstanga að sækja sláturlömb frá tveim bæjum.

Það sem er búið að vigta á fæti er svona sæmilegt,


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. september 2017

Kallað eftir umsækjendum í Strauma.

Straumar eru verkefni sem er ætlað listafólki á aldrinum 20-35 ára, ættuðu af Vestfjörðum. Tilgangur verkefnisins er að bjóða ungu listafólki sem hefur flust burt að koma aftur heim og fremja eða sýna list sína á heimaslóðum.

Vonast er til þess að til verði hópur listafólks úr ólíkum listgreinum sem eigi samtal og hugsanlega samvinnu um listgjörning sem verði fluttur á Vestfjörðum og jafnvel víðar. Tilgangurinn er ekki að telja listafólkið á að flytja aftur heim


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. september 2017

Harpað fyrir Vegagerðina.

Harpað í Urðunum.
Harpað í Urðunum.
1 af 2

Verktakafyrirtækið Tak ehf frá Borgarnesi hefur verið og er að harpa möl fyrir Vegagerðina á Hólmavík. Nú er verið að harpa í svonefndum Urðum, (Hlíðarhúsum) í Árneshreppi, þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar, þar verður harpað 2.500 rummetrar.

Síðan verður harpað í Byrgisvík 3.000 rúmmetrar. Einnig verður harpað á Brimnesi í Eyjalandi í


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. september 2017

Tilkynning frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Ökumenn eru beðnir um að fara varlega þar sem fjárrekstur er.
Ökumenn eru beðnir um að fara varlega þar sem fjárrekstur er.

Nú fer tími sauðfjársmölunar í hönd. Rétt er að minna, bæði smala og ökumenn, á að gæta varúðar og sýna gagnkvæma tillitssemi svo allt fari vel. Þannig er mikilvægt að þeir smalar sem nota ökutæki á vegi hagi akstri í samræmi við umferðarlög þannig að umferð gangi greiðlega fyrir sig. Sömuleiðis er mikilvægt að ökumenn sem leið eiga framhjá sauðfé í rekstri dragi tímanlega úr ökuhraða og sýni fé og smölum tillitssemi.

Lögreglunni hafa borist, í gegnum tíðina, kvartanir frá smölum um að ökumenn aki oft á tíðum hratt framhjá, þrátt fyrir að safn sé komið að vegi og smalar í kring,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. september 2017

Heimalingarnir í Litlu-Ávík.

Lömbin biðu oft við mælaskýlið þegar Jón var að taka veðrið á morgnana kl.9 eða á kvöldin kl.21.
Lömbin biðu oft við mælaskýlið þegar Jón var að taka veðrið á morgnana kl.9 eða á kvöldin kl.21.
1 af 4

Það var skrýtið með heimalingana hér í Litlu-Ávík um mánaðarmótin ágúst september, þeyr hættu alltíeinu að koma heim, hvorki í morgungjöf hné kvöldgjöf. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi hafði ákveðið að hætta að gefa þeim tvisvar á dag, en gefa þeim einu sinni, á morgnana eða kvöldin, og lét Jón Guðbjörn varagjafamann lambana vita af þessari ákvörðun. Svo einkennilega vildi til að lömbin létu ekki sjá sig við fjárhúsin og mættu ekki sem vön í hvoruga gjöfina.

Sigursteini bónda var sama en Jóni ekki, og vildi vita um alla vinina sína sjö, tvær rollur og fimm lömb, fann hann þær svo uppá svonefndu Hjallatúni á beit, þau jörmuðu til hans enn eltu hann ekki þegar hann fór heim.

Nú skyldi Jón ekki í neinu hvað vinir hans væru nú að hugsa, sjá hann en koma ekki heim með honum að fá pelann sinn.

Nú segja nátturlega allir að þessi Jón sé kolruglaður að pæla í þessu meir,


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. september 2017

Skipulagsbreytingar vegna vegagerðar við Hvalá.

Niðri Rjúkandi í Hvalá. Mynd Vesturverk.
Niðri Rjúkandi í Hvalá. Mynd Vesturverk.

Sveitarfélagið Árneshreppur á Ströndum hefur birt tillögur að breytingum deiliskipulags og aðalskipulags vegna Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði og auglýsir nú eftir athugasemdum við þær og umhverfisskýrslu. Byggja þarf vegi og vinnubúðir svo hægt sé að fara með rannsóknartæki inn á svæðið fyrir hönnun virkjunarinnar.

Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025 var staðfest í janúar 2014, en þar er gert ráð fyrir Hvalárvirkjun, tengingu hennar við landsnetið og bættum samgöngum. Skipulagsbreytingarnar sem nú liggja fyrir varða útfærslu á þáttum virkjunarinnar sem ekki lágu fyrir þegar aðalskipulagið var samþykkt.

Við vinnslu skipulagsáætlananna kom í ljós að æskilegt er að afla frekari gagna fyrir hönnun virkjunarinnar og gerð skipulagsins. Til að svo geti orðið þarf að vera mögulegt að fara með rannsóknartæki inn á skipulagssvæðið og koma upp starfsmannaaðstöðu, en það kallar á breytt aðalskipulag og nýtt deiliskipulag.

Í tillögunum kemur fram hvaða umsagnir


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. september 2017

Bjarnarfjarðarháls.

Fyrra slitlagið er komið á Bjarnarfjarðarháls.
Fyrra slitlagið er komið á Bjarnarfjarðarháls.
1 af 2

Fréttamaður Litlahjalla var á ferð til Hólmavíkur fyrir helgi og keyrði þarafleiðandi ný malbikaða veginn yfir Bjarnaffjarðarháls en nýji kaflinn var opnaður fyrir almennri umferð á dögunum. Vertakafyrirtækið Borgarverk ehf vann verkið, og var þetta eitt stærstu verkefna sem þeir hafa verið með undanafarin tvö ár.

Vegurinn liggur mikið til á sömu slóðum og sá gamli, en með talsverðum breytingum þó, aðallega að sunnanverðu, þar sem vegurinn kemur niður í Steingrímfjörð. Nú er þeir hjá Borgarverki búnir að ganga frá meðfram hinum nýja vegi og er það allt mjög snyrtilega gert, eins og öll vinna og frágangur er hjá þessu fyrirtæki. Nú á dögunum, loksins, var sent útboð


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. september 2017

Veðrið í Ágúst 2017.

Drangajökull Hrolleifsborg. Oft var fallegt veður í ágúst.
Drangajökull Hrolleifsborg. Oft var fallegt veður í ágúst.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægum hafáttum, fyrstu sjö dagana, með lítilsáttar súld með köflum. Þann 8 gerði skammvinna suðlæga vindátt. Síðan voru hægar norðlægar vindáttir aftur eða breytilegar vindáttir, með lítilsáttar úrkomu á köflum. Þann 17 fór að bæta í vind með norðanátt áfram og fór að kólna í veðri með talsverðri rigningu þann 18. Norðanáttin gekk svo niður þann 19. Þann 20 fór að hlýna vel í veðri aftur, enn svalara á nóttinni, með breytilegum vindáttum eða suðlægum og var blíðviðri fram til 27. Þann 28 gekk til norðlægra vindátta með súld og kólnandi í veðri fram til 29. Síðan voru suðlægar vindáttir tvo síðustu daga mánaðar með hlýju veðri. Mánuðurinn verður að teljast mjög góðviðrasaman í heild.

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2018 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
Vefumsjón