Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. júlí 2008 Prenta

Aðsend grein.Jón Guðbjörn Guðjónsson.

Jón Guðbjörn Guðjónsson.
Jón Guðbjörn Guðjónsson.

Þessi skrif eða grein birtist í Gagnvegi þann 26 júní 2008 25 tab-2 árg.
Penninn.

Ekki veit ég hvað ég á að láta pennan minn skrifa,og þó ég hef skrifað einkadagbók eins og faðir minn heitinn gerði,um það helsta sem gerts hefur yfir dagin,og nú er ég farin að bulla og skrifa á netið líka.

Þegar ég flutti hingað í Árneshrepp á mínar æskuslóðir aftur 1995 þótti gömlum vinnufélögum að ég hlyti að vera eitthvað skrýtinn,enn vissu samt hvað mér þótti vænt um æskustöðvarnar því alltaf var ég að skreppa norður á sumrin í stuttar sem langar ferðir.

Enn snemma í fyrrasumar komu gamlir vinnufélagar mínir á Bifreyðastöð Reykjavíkur(BSR) um 20 manna hópur ásamt mökum og sóttu mig heim í Litlu-Ávík.

Eftir að hafa farið í gönguferðir um fjörurnar og skoðað rekatimbur og annað við sjóinn og fjallasýn og annað.

Þá sögðu þeyr hver í kapp við annan,nú skiljum við þig kæri Jón þarna átt þú heima,enda sagðir þú okkur svo mikið af Ströndum að við næstum þekktum hvern stein á leiðinni norður.

Síðan var öllum boðið í kaffi út á svölum Veðurathugunarhússins í þessum svaka hita vorssins,konur gömlu vinnufélaga minna aðstoðuðu mig við það,því eg er einn,sambýliskonan lést árið 1999.

Síðan var súngið  og spjallað,síðan fóru þessir góðu gestir og ekki er laust við að tár hafi myndast í augnkrókum mínum þegar þessir góðu kunningjar hurfu á braut.

Ég bið Jóhann Björn Arngrímsson að taka við Pennanum.

Jón Guðbjörn Guðjónsson

Litlu-Ávík.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Bryggjan á Gjögri.
Vefumsjón