Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. september 2010 Prenta

Aðsend grein frá Jóni G Guðjónssyni.

Frá vegavinnu.
Frá vegavinnu.
Hugleiðing um veginn norður í Árneshrepp.

Á dögunum fór ég suður til Reykjavíkur héðan úr Árneshreppi það er svo sem ekkert í frásögur færandi,enn var þó á leiðinni að hugsa um hverslags vegi við þurfum að búa við hér norðurfrá.

-Keyrt var um Kjörvogshlíð til Reykjarfarðar um Djúpavík yfir Veiðileysuháls um veginn sem liggur um eyðibilin Byrgisvík og Kolbeinsvík til Kaldbaksvíkur,um Kaldbaksvíkurkleyf.

Þetta var hryllileg keyrsla þessi leið,vegurinn  svo holóttur að maður hélst sér fast í stýrið til að tolla í sætinu,þótt Vegagerðin myndi hefla þessa leið myndi það varla skipta máli,því hvað á að hefla þegar ofaníburðinn vantar.

Svo þegar komið er suður fyrir Kaldbaksvíkurkleyf er loks komið á veg sem er búið að byggja upp allt til Bjarnarfjarðar,þótt um malarveg sé um að ræða,og það svona sæmilegur vegur miðað við malarveg.

Enn Bjarnafjörðurinn sjálfur og Bjarnarfjarðarháls er ömurlegur vegur þótt ekki meira sé sagt,allt niður hálsinn Steingrímsfjarðarmegin að vegamótunum Drangsnes-Hólmavík,síðan kemur smá spotti malbikaður fram hjá Bassastöðum að Selá,síðan ómalbikað að Staðará,þar sem eru vegamót Steingrímsfjarðarheiði í vestri og til Hólmavíkur í suðri.

Hluta vegarins í Bjarnarfirði er búið að byggja upp en það á að skipta um brú yfir Bjarnarfjarðarbrú og breyta staðsetningu vegarins í botni Bjarnarfjarðar að Bjarnarfjarðarhálsi,og er það tilbúið á teikniborðinu og átti að bjóða út árið 2008 en þá skall bankahrunið á.

Það þarf að klára að byggja veginn upp.

Það er nauðsynlegt að byggja veginn upp yfir Bjarnarfjarðarháls og niðrí Bjarnarfjörð.

Þegar það er búið væri hægt að setja slitlag yfir veginn allt frá vegamótunum yfir Bjarnarfjarðarháls norður um Bjarnarfjörð og allt til Byrgisvíkur,og malbika þennan veg.

Erum með eins og tvær Óshlíðar.

Það má alveg segja það að við erum með eins og tvær Óshlíðar hingað norður í Árneshrepp,ég á þá við Kaldbaksvíkurkleif og Veiðileysukleyf,þar sem er alltaf mikið um grjóthrun og Vegagerðin hefur lítið sem ekkert gert til varnar.

Þarna í þessum tveim kleifum þarf að setja grjót og snjógildrur,og eða vegskála eins og tíðkast víða á norðurlöndum.

-Þegar er búið að laga þessar ófærur og veginn yfir Veiðileysuháls og breyta honum niður Kúvíkurdal til Djúpavíkur væri búið að laga verstu ófærurnar og svo einnig Kjörvogshlíðina sem er ein snjóflóðakista.Sú leið verður alltaf til vandræða og þarf að fara yfir svonefnd Skörð til Trékyllisvíkur,úr Reykjarfirði.

Leiðina yfir Veiðileysuháls er fyrir mörgum árum komin í fjárlög,en ekkert hefur ske,það var löngu fyrir þetta víðfræga bankahrun. 

Byggja upp veginn innansveitar.

Það þarf að klára að byggja upp veginn innansveitar frá Kjörvogi og norður til Norðurfjarðar,það er ekki mikil vinna eftir,því þeim vegi verður lítið breytt frá því sem hann er nú.

Og setja slitlag yfir og malbika þann veg svo við hefðum eitthvað af malbikuðum og góðum vegum hér innan Árneshrepps.

Frá vegamótunum við Gjögur til Hólmavíkur eru nú taldir vera 90 kílómetrar.

Hugleiðing frá Jóni G Guðjónssyni í Litlu-Ávík.

 

 

 

 

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Húsið 29-10-08.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
Vefumsjón