Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. febrúar 2009 Prenta

11 bjóða fram í Norðvesturkjördæmi.

Ellefu bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna.
Ellefu bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna.
Ellefu manns hafa gefið kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2009. Prófkjörið verður rafrænt og hefst á hádegi föstudaginn 6. mars og líkur kl. 16 sunnudaginn 8. mars.  Vonast er til að niðurstöður prófkjörsins liggi fyrir um kl. 18 sama dag.

Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi sem eru kjörgengir í kjördæminu. Við röðun á lista verður parað í 6 efstu sætin, þannig að ávallt verði karl og kona í hverjum tveimur sætum, raðað eftir atkvæðamagni í prófkjöri.

Frambjóðendum er óheimilt að auglýsa í ljósvaka- , prent- og vefmiðlum. Allar nánari upplýsingar verður að finna á www.xsnv.blog.is  og í  kynningarriti sem dreift verður í öll hús í kjördæminu.

Frambjóðendur eru:

Anna Kristín Gunnarsdóttir , varaþingmaður  Sauðárkróki
2. sæti

Arna Lára Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og bæjarfulltrúi  Ísafirði.
2.-3. Sæti

Ásdís Sigtryggsdóttir, vaktstjóri Akranesi.
4.-6. Sæti

Einar Benediktsson, verkamaður  Akranesi
3.-6. Sæti

Guðbjartur Hannesson, alþingismaður Akranesi
1. sæti

Hulda Skúladóttir, kennslu- og námsráðgjafi Snæfellsbæ
5.-6.  sæti

Karl V. Matthíasson, alþingismaður Miðhrauni II í Miklaholtshreppi
1.-2. Sæti

Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur Ísafirði
1.-2. Sæti

Ólafur Ingi Guðmundsson, stjórnmálafræðingur Akranesi
5.-6. Sæti

Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggð
2.-3. Sæti

Þórður Már Jónsson, viðskiptalögfræðingur Bifröst
3. sæti

Nánari upplýsingar um prófkjörið er hægt nálgast hjá Eggerti Herbertssyni, formanni stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í síma 617-8306 eða með því að senda tölvupóst á netfangið nordvestur@xs.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Vefumsjón