Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. október 2009 Prenta

200 t netabátur vélarvana við Gjögur.

Gjögurviti.
Gjögurviti.
Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd var kölluð út um tvöleytið í dag vegna 200 t netabáts sem er vélarvana um 18 sjómílur vestan Skagastrandar, eða rétt við Gjögur á Ströndum. Er báturinn með veiðarfæri í skrúfunni. Um 6-8 manns eru um borð.  Björgunarskipið Húnabjörg er rétt að koma að hinum vélarvana báti en ekki er talin vera mikil hætta á ferðum. Veður á svæðinu er þó ekki gott, 12-15 m/sek af NNA,eða kaldaskítur sé vitnað í orð heimamanna.
Húnabjörgin mun væntalega draga netabátinn til hafnar á Skagaströnd. Búist er við að verkið taki um fjórar klukkustundir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Drangar-12-08-2008.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón