Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. apríl 2010 Prenta

3.G farsímasamband komið á í Djúpavík.

Á hærra mastrinu til hægri er loftnetið fyrir 3.G til Djúpavíkur.
Á hærra mastrinu til hægri er loftnetið fyrir 3.G til Djúpavíkur.
Á þriðjudaginn 27 apríl voru menn frá Símanum hér í Árneshreppi að setja upp loftnet fyrir 3.G síma og háhraðanetið á endurvarpstöðina á Kjörvogi og sem sendir líka til Djúpavíkur.

Viðkomandi stjórnbúnaði var komið fyrir í aðalfjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu(Litlu-Ávík)þaðan er samband í gegnum línu í endurvarpstöðina við Kjörvog og loftnet þar sem endurvarpar 3.G sambandinu inn með öllum Reykjarfirði og til Djúpavíkur.

Nú er því komið 3.G farsímasamband inn með öllum Reykjarfirði og uppá Veiðileysuháls.

Enn er eftir að setja upp móttökuloftnet fyrir háhraðanetið á Kjörvogi og Djúpavík.

"Í tilkynningu frá Margréti Stefánsdóttur Forstöðumanns Samskiptasviðs Símans segir að teymi Símans sé að klára Suðurlandið,enn að á næstu 2 vikum verði farið að tengja þarna til þess að hægt sé að nýta þjónustu Símans með þráðlausa 3G,og settur upp endabúnaðurinn hjá notendum.Viðskiptavinir fá að jafnaði uppsetningu og notendabúnað innifalið í tengingu sinni".

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
Vefumsjón