Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. september 2009 Prenta

54. Fjórðungsþing Vestfirðinga sett á föstudag.

Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga sett á föstudag.
Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga sett á föstudag.

Fréttatilkynning.
Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga verður sett á Ísafirði kl. 10.30 föstudaginn 4. september næstkomandi.  Helstu umfjöllunarefni þingsins verða framtíðarsýn og sóknaráætlun fyrir Vestfirði, en í tilefni af 60 ára afmæli Fjórðungssambands Vestfirðinga verður þingið að þessu sinni með nokkrum hátíðarbrag, með sérstakri hátíðardagskrá eftir hádegi á föstudag.  

Þingið fer fram í Edinborgarhúsinu, auk þess sem nefndarstörf munu að einhverju leiti fara fram í Háskólasetri Vestfjarða.  Kristján L Möller, samgönguráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga munu ávarpa þingið eftir hádegið á föstudag. Meðal fyrirlesara á þinginu eru Claire M. O‘Neill PhD og Dr Lorraine Gray en þær munu fjalla um gerð strandsvæðaskipulags og hvernig móta má nýja framtíðarsýn fyrir landsvæði.  Þá mun Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og formaður stýrihóps verkefnis um sóknaráætlun fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar fjalla um gerð sóknaráætlunar ríkisstjórnarinnar á laugardagsmorgun.  Þá munu Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins og Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri atvest fjalla um sóknaráætlun landshluta, Jón Páll Hreinsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða um sókn í ferðaþjónustu og Jón Jónsson Menningarfulltrúi Vestfjarða um sókn í menningarmálum.

Þá verður að venju hefðbundin dagskrá, afgreiðsla þingmála og fleira.

Dagskrána má nálgast í heild á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga, www.fjordungssamband.is


Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Naustvík 10-09-2007.
Vefumsjón