Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. október 2009 Prenta

8% ullarverðshækkun til bænda.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
BBL.is
Skrifað var undir nýtt samkomulag um ullarviðskipti í dag.  Samkvæmt því hækkar verð ullar til bænda um 8% frá og með 1. nóvember nk.  Rekstur Ístex hefur gengið vel á því ári sem nú er að líða (uppgjörsár þess er frá 1. nóv-31. okt) og fyrirtækið fjórfaldar hlut sinn í ullarverðinu á milli ára.  Það breytti þó forsendum að miklu meira magn ullar barst til Ístex á liðnum vetri heldur en fyrri samningur gerði ráð fyrir eða 717 tonn í stað 640.  Þar sem greiðslur vegna ullarnýtingar í sauðfjársamningi eru föst fjárhæð en ekki magntengd, hefur það áhrif á verðlagninguna nú.

Verð einstakra flokka verða sem hér segir:
Miðað er við verð pr. kíló af hreinni ull.

Lambsull: 648 kr./kg
H-1: 588 kr./kg
H-2, M-1-S, M-1-G og M-1-M: 527 kr./kg
M-2: 46 kr./kg

Matsgjald til bænda verður 22 kr./kg

Greiðslum til bænda verður flýtt frá því sem var í fyrra samningi og fyrirkomulag þeirra er eftirfarandi:
Fyrri greiðsla - 70% af heildarverðmæti
Ull sem skráð er í nóvember 2009 verði greidd 31. janúar 2010.
Ull sem skráð er í desember 2009 og janúar 2010 verði greidd 28. febrúar 2010.
Eftir þann tíma verði greitt í lok næsta mánaðar eftir skráningarmánuð.

Seinni greiðsla - 30% af heildarverðmæti
Ull sem skráð er fyrir 1. júlí 2010 verði greidd að fullu fyrir 1. september 2010.
Frá þessu er sagt á www.bbl.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
Vefumsjón