Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. október 2008
Prenta
AFMÆLISTÓNLEIKAR KÓRS ÁTTHAGAFÉLAGS STRANDAMANNA.
Kórinn á 50 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni heldur hann afmælishátíð í Langholtskirkju laugardaginn 25. október kl. 16.
Stjórnandi kórsins er Krisztína Szklenár. Einsöngvari með kórnum er Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Ásamt Kór Átthagafélags Strandamanna koma eftirtaldir kórar fram:
Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík
Landsvirkjunarkórinn
Karlakór Kjalnesinga
Kvennakór Garðabæjar
Húnakórinn
Allir eru hjartanlega velkomnir til að fagna þessum tímamótum.
Aðgangseyrir 1000 kr.