Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. nóvember 2009 Prenta

AF GNÆGTABORÐI STRANDAMANNS.

Sviðalappir verða á meðal þess sem verður á borðum.Mynd Bæjarins Besta.
Sviðalappir verða á meðal þess sem verður á borðum.Mynd Bæjarins Besta.
Fréttatikynning.
Strandamenn fagna bættum samgöngum með samkomu á Ísafirði laugardaginn 7. nóvember 2009.

Sófus Magnússon fór í matarkisturnar og verður boðið upp á veisluföngin á kvöldskemmtun í Arnardal

Á hlaðborði: Verður að m.a. Siginn fiskur m/mörfloti,selkjöt 2-3 teg og spik, hrefnukjöt, sviðalappir, reyktur rauðmagi, ekta plokkfiskur, hrossakjöt, vélindu, hörpuskel, kræklingur, ábrestir, lambakjöt og allskonar meðlæti

Þorsteinn Þráinsson matreiðslumeistari og Anna Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Arnardal munu sjá um eldamennskuna.

Karlakórinn Ernir syngur, spurningakeppnir, góð  verðlaun, söngur, gamansögur o.fl.
Stórsveit Samma Rakara leikur fyrir dansi á milli klukkan 23-02

Veislustjóri Úlfar Ágústsson

Verð Kr: 4.900.-
Allir Strandamenn og vinir þeirra velkomnir

Panta þarf sæti fyrir fimmtudagskvöld 5/11.
Sófus sími 893-8355

Úlfar 864-0319

Netfang. ulfar@isafjordur.info.


Sama dag verður boðið upp á kynnisferð um þjónustustofnanir í Ísafjarðarbæ:

Vestrahúsið með Háskólasetri, Fræðsluniðstöð, Atvinnuþróunarfélagið, Teiknistofuna Eik ásamt mörgum öðrum. Edinborg menningarmiðstöð. Nýji grunnskólinn. Gamla sjúkrahúsið(safnahúsið) og e.t.v. fleiri staði.

Leiðsögumaður: Sigurður Pétursson sagnfræðingur(dóttursonur Hjartar Sturlaugssonar í Fagrahvammi). Hressing einhverstaðar á leiðinni.

Nauðsynlegt er að bóka sig í skoðunarferðina.

ÁTTHAGAFÉLAG STRANDAMANNA.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón