Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. júní 2013 Prenta

Áætlunarferðir landleiðis byrjaðar.

Bíll frá Strandafrakt.
Bíll frá Strandafrakt.
1 af 2
Í gær var fyrsta hefðbundna áætlun Strandafraktar til Norðurfjarðar á þessu sumri,en ferðir Strandafraktar hefjast að venju fyrsta miðvikudag í júní og áætlunarferðirnar standa út október. Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur um kvöldið og til Norðurfjarðar á miðvikudögum. Í maí var Strandafrakt búin að koma ferðir að sækja grásleppuhrogn. Eins er Strandafrakt byrjuð í fiskflutningum eftir að strandveiðar byrjuðu,enn nokkrir bátar gera út á strandveðar frá Norðurfirði bæði heimabátar og aðkomubátar. Eins og undanfarin tvö ár mun póstur koma með bílnum á miðvikudögum. Flug til Gjögurs er nú aðeins einu sinni í viku og það er á mánudögum. Hreppsbúar fá því póst bæði flugleiðis og landleiðis í sumar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón