Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. maí 2011 Prenta

Áburður fluttur til bænda.

Verið að taka áburðarsekki af bílnum í Litlu-Ávík í dag.
Verið að taka áburðarsekki af bílnum í Litlu-Ávík í dag.
1 af 2
Þá er Kaupfélag Steingrímsfarðar farið að láta flytja áburðinn norður í Árneshrepp til bænda þar.

Björn Sverrisson er að flytja áburðinn norður nú um helgina á bíl með aftanívagn og kemur áburðinum í þrem ferðum.

Langt er síðan áburðaskip kom með áburðinn til Hólmavíkur,en nú þykir ekki hentugt lengur að skip komi á Norðurfjörð með áburð sem á að fara til bænda í Árneshreppi.

Stutt er síðan að Vegagerðin aflétti þungatakmörkunum  á veg 643 Strandaveg norður í Árneshrepp.

Áburður kom talsvert fyrr í fyrra til bænda eða á tímabilinu 10 til 13, en þá voru vegir fyrr þurrir,og þungatakmörkunum aflétt sennilega fyrr þótt fréttamaður muni það ekki eða haft tíma til að athuga það.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Reykjaneshyrna 10-03-2008.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón