Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. apríl 2012 Prenta

Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 2012 ályktaði um samgöngumál ofl .

Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og sitjandi fyrir miðju er fundarstjórinn Salvar Baldursson í Vigur.
Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og sitjandi fyrir miðju er fundarstjórinn Salvar Baldursson í Vigur.
1 af 2
Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 2012 var haldinn í Heydal s.l. fimmtudag. Fundurinn var ágætlega sóttur og málefnalegur. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru samþykktar þar nokkrar ályktanir. Má þar fyrst nefna stuðningsályktun við tillögu Búnaðarþings 2012 um endurskipulagningu leiðbeiningaþjónustunnar. Einnig ályktanir um samgöngubætur innan Vestfjarða með gerð Dýrafjarðargangna og endurbótum á vegi yfir Dynjandisheiði, þá áskorun til stjórnvalda um jöfnun flutningskostnaðar á raforku á landsvísu ásamt bótum á dreifikerfi með tilliti til gæða rafmagns og afhendingaröryggis og áherslu á hraðari uppbyggingu þriggja fasa rafmagns. Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi við tillögu til þingsályktunar um framtíðarskipan refaveiða s.b. þingskjal 891/574 mál (140. Löggjafarþings / 2011-2012)  með það að leiðarljósi að refastofninum verði haldið niðri um land allt svo ekki komi til stórslyss í lífríki landsins. Fundurinn beindi því til stjórnar að koma á fót „Bændadegi" og efna til „Hvatningarverðlauna" á starfssvæðinu sem nær frá Gilsfjarðarbotni vestur um og inn í Ísafjarðarbotn í Djúpi. Á fundinum flutti Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun á Akureyri erindi um orkusparnað. Hann ræddi m.a. um umhverfisvæna orkuöflun, varmadælur, og hitastýringar í íbúðum. Einnig ræddi hann um einangrun og klæðningu húsa. Í stjórn Búnaðarsambands Vestfjarða eru Halldóra Ragnarsdóttir Brjánslæk ritari, Sigmundur H. Sigmundsson Látrum gjaldkeri og Árni Brynjólfsson Vöðlum formaður.  Á félagaskrá eru um 250 manns frá 100 búum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Reykjaneshyrna 10-03-2008.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
Vefumsjón