Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. mars 2009
Prenta
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Drangsnesi 17.-19. apríl.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Drangsnesi dagana 17.-19. apríl n.k. Í tengslum við aðalfundinn verður haldið málþing þar sem fjallað verður um börn og ferðalög. Einnig verður kynning á helstu nýjungum í ferðaþjónustu á Ströndum og farið verður í skemmti- og skoðunarferð um nágrenni Drangsness.
Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Félagar í samtökunum geta verið sveitarfélög á Vestfjörðum, einstaklingar, fyrirtæki eða félög sem skilgreina sig í ferðaþjónustu. Eitt atkvæði í samtökunum tilheyrir hverjum félaga á aðalfundi. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt. Hægt er að ganga í Ferðamálasamtök Vestfjarða með því að smella hér en eingöngu fullgildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Aðalfundurinn og málþingið er öllum opið og það eru allir sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum hvattir til að mæta og taka þátt í dagskránni um þessa skemmtilegu helgi sem er framundan hjá Ferðamálasamtökunum. Allar nánari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni í síma 897 6525 eða netfangi arnkatla2008@strandir.is. Endanleg dagskrá fundarins og viðburðum honum tengdum verður birt fljótlega eftir næstu helgi.
Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Félagar í samtökunum geta verið sveitarfélög á Vestfjörðum, einstaklingar, fyrirtæki eða félög sem skilgreina sig í ferðaþjónustu. Eitt atkvæði í samtökunum tilheyrir hverjum félaga á aðalfundi. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt. Hægt er að ganga í Ferðamálasamtök Vestfjarða með því að smella hér en eingöngu fullgildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Aðalfundurinn og málþingið er öllum opið og það eru allir sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum hvattir til að mæta og taka þátt í dagskránni um þessa skemmtilegu helgi sem er framundan hjá Ferðamálasamtökunum. Allar nánari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni í síma 897 6525 eða netfangi arnkatla2008@strandir.is. Endanleg dagskrá fundarins og viðburðum honum tengdum verður birt fljótlega eftir næstu helgi.
Gististaðir á Drangsnesi og nágrenni
Malargisting, Drangsnesi - S: 451 3238
Tíu tveggja manna herbergi m/ baði. Fjögur tveggja manna herbergi í húsi með sameiginlegri aðstöðu
Gistiþjónusta Sunnu, Drangsnesi - S: 451 3230
Ein stúdíóíbúð
Ferðaþjónustan Bær III - S: 453 6999
Tvær sumarhúsaíbúðir 3 km utan við Drangsnes. Gisting fyrir 8-10 manns
Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði - S: 451 3380 (20 mín akstur)
Steinhúsið Hólmavík - S: 856 1911 (25 mín akstur)
Gistiheimilið Borgabraut, Hólmavík - S: 451 3136 (25 mín akstur)
Ferðaþjónustan Kirkjuból - S: 451 3474 (35 mín akstur)