Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. maí 2011 Prenta

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf. var haldinn á Ísafirði 9. maí 2011.

Hagnaður varð hjá OV.
Hagnaður varð hjá OV.
Orkubú Vestfjarða aflar sér raforku á samkeppnismarkaði og dreifir henni um eitt erfiðasta dreifisvæði landsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er raforkuverð á Vestfjörðum, verðið að meðtöldum flutnings og dreifingarkostnaði, eitt hið lægsta í landinu.

Engu að síður er orkukostnaður heimila og fyrirtækja er hærri á Vestfjörðum en víðast annars staðar á landinu,  þrátt fyrir lágt rafmagnsverð, og er ástæðan sú að Vestfirðingar hafa ekki aðgang að ódýrari orkugjöfum en rafmagni til húshitunar. Það er mikilvægt að þessi búsetumismunun verði jöfnuð og meira fé renni til niðurgreiðslna á húshitunarkostnaði þar sem ekki er að finna ódýra orkugjafa til húshitunar.

Það er talsvert kostnaðarsamara að dreifa raforkunni í dreifbýli heldur en þéttbýli og greiða íbúar í dreifbýli töluvert hærra verð fyrir dreifingu raforkunnar þrátt fyrir niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Það er réttlætismál að þessar niðurgreiðslur verði auknar þannig að raforkuverð verði það sama í þéttbýli og dreifbýli.

 

Árið 2010 varð hagnaður af venjubundnum rekstri Orkubús Vestfjarða sjötta árið í röð. Afkoma Orkubús Vestfjarða varð heldur lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði að upphæð 300,5 Mkr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 240,4 Mkr., en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2009 er hagnaður ársins um 208,3 Mkr..  Afskriftir námu alls 222,3 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2008 voru alls 5.637 Mkr. og heildarskuldir alls 742 Mkr. Eigið fé nam því alls 4.895 Mkr. sem er um 86,8 % af heildarfjármagni.

 

Á árinu 2009 voru teknar ákvarðanir um virkjunarframkvæmdir og endurnýjun í Mjólkárvirkjun á árunum 2010 og 2011. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 1.000 Mkr. og stefnir Orkubúið að því að fjármagna þær á með fé frá rekstri, á næstu þremur árum, þannig að ekki þurfi að taka langtímalán þeirra vegna. Þetta hefur gengið eftir og var ný 1,2 MW virkjun, Mjólká III, tekin í notkun í lok síðasta árs.

 

Á árinu 2010 var 647 Mkr. varið til fjárfestinga, þar af voru  tengigjöld og vinna greidd af öðrum 44,6 Mkr.. Allar fjárfestingar voru kostnaðar af eigin fé fyrirtækisins eða greiddar af þeim sem þeirra óskuðu.

Í stjórn voru kjörin:Viðar Helgason, Reykjavík, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafirði ,Kolbrún Sverrisdóttir, Ísafirði, Viktoría Rán Ólafsdóttir, Hólmavík og, Árni Brynjólfsson, Önundarfirði.

Nýkjörin stjórn kom síðan saman til fundar og skipti með sér verkum.

Viðar Helgason var kjörinn formaður stjórnar, Kolbrún Sverrisdóttir var kjörin varaformaður stjórnar og Viktoría Rán Ólafsdóttir var kjörin ritari stjórnar.

Ársskýrslu OV má sjá hér. 
Og á vef Orkubús Vestfjarða má sjá ársreikning,ávarp formanns og fleira á www.ov.is

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Langa súlan á leið upp.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
Vefumsjón