Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. desember 2008 Prenta

Aðalrafmagnstafla sett upp á Finnbogastöðum.

Kristján Kristjánsson rafvirki tengir rafmagnstöflu.
Kristján Kristjánsson rafvirki tengir rafmagnstöflu.

Nú í dag og um helgina er Kristján Kristjánsson rafvirki úr Reykjavík að setja upp rafmagnstöflu í nýja húsið á Finnbogastöðum,en Kristján ætlar að sjá um raflagnir í húsið hjá Guðmundi Þorsteinssyni.

Vinnutafla hefur verið og nú þegar aðaltaflan er komin upp verður hægt að keyra rafmagnstúpuna fyrir hitan á fullu eða eins og þarf.

Einnig er Kristmundur Kristsmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa að aðstoða hann og vinna ýmislegt.

Þá kom Alexsander Hafþórsson einnig og er við að einangra loftin.

Allir þessir þrír komu saman á bíl að sunnan til að vinna í húsinu hjá Munda sem hægt er yfir helgina.Þeyr halda til í húsi Kristmundar á Gjögri.

 

Aðeins annar smiðurinn Ástbjörn,var að vinna í síðustu viku og er búið að klæða allt húsið að utan og ganga frá hornum og kringum glugga,enn er eftir að setja kjöljárn á þakið og ýmsan frágang að utan.Ástbjörn smiður er nú í fríi,enn kemur aftur að klára að utan í næstu viku ef veður leifir.

 

Nú eru komnar 113 myndir í myndaalbúmið,Finnbogastaðir-Bruninn og Uppbygging.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón