Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. september 2008 Prenta

Aðeins tíu hundar í Árneshreppi.

Sámur gamli og Snati í Litlu-Ávík.
Sámur gamli og Snati í Litlu-Ávík.

Nú eru nemendurnir tveir í Finnbogastaðaskóla farnir að blogga á skólavefnum,og nú fyrir stuttu tóku þær saman nýtt hundatal fyrir Árneshrepp,eins og í fyrra sem þótti mjög vinsælt hjá þeim.
Hér kemur hundatalið þeyrra Ástu og Júlíönu:

Hundatalið okkar sló heldur betur í gegn í fyrra, og hróður voffanna í Árneshreppi barst víða. Í fyrra voru hundarnir okkar tólf talsins, en nú eru þeir bara tíu. Nú er komið að hundatali 2008!

Báðir hundarnir á Finnbogastöðum, Tíra og Kolla, dóu í eldsvoðanum mikla í sumar. Mundi á Finnbogastöðum ætlar að bíða þangað til nýja húsið rís áður en hann fær sér nýja hunda. 
 Sámur gamli í Litlu-Ávík er líka dauður, en Snati litli var fenginn til að fylla skarð hans. Snati fæddist í vor og er lífsglaður og fjörugur hvolpur, sem fékk að spreyta sig í smalamennsku með Sigga í Litlu-Ávík um daginn.

Djúpavík: Tína.Kjörvogur: Vísa.Litla-Ávík: Snati.Bær: Elding.Árnes: Hæna, Rósa, Tíra.Melar: Grímur.Steinstún: Lappi.

Krossnes: Vala. 
Veffang Finnbogastaðaskóla er http://www.strandastelpur.blog.is/

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Drangavík 18-04-2008.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón