Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. september 2004
Prenta
Ærin Grágás bar tveim lömbum í gær.
Nokkuð óvæntur sauðburður var í Litlu-Ávík hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda þar í gær,Siggi hafði áhyggjur af rollunni og taldi hana vera með lambi og taldi hana hafa komist í hrút um það leyti sem sauðburður byrjaði,allt reyndist það vera rétt enn svo var þessi rolla ekki í túninu í gærmorgun og Siggi fór að leyta enn fann hana ekki í gær,enn í morgun fann hann Grágás borna á næstu jörð Stóru-Ávík þangað hafði hún farið til að bera tveim stórum og fallegum gimrum,rollan verður sett á enn áveðið var að lóa henni í haust af því hún var geld í vor,þannig að Grágás bjargaði sínu lífi með þessu framtaki,hver veit nema hún komi með ný tvö lömb á vori komandi og gangi úti með tvö lítil lömb og tvö stór.