Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. apríl 2012 Prenta

Ævisaga Þorsteins Þorleifssonar klénsmiðs í Kjörvogi.

Hallgrímur Gíslason höfundur.
Hallgrímur Gíslason höfundur.
Hallgrímur Gíslason er nú á lokasprettinum við að skrifa ævisögu Þorsteins Þorleifssonar á Kjörvogi, eins og hann reyndar sagðist ætla að gera þegar hann kynnti „Viðvaning" eftir Þorstein við opnun sýningarinnar um hann í handverkshúsinu Kört í Árnesi 26.júní 2010.  Þorsteinn Þorleifsson á Kjörvogi (1824-1882) var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann lærði járnsmíði í Reykjavík og í Kaupmannahöfn og þótti listagóður smiður. Auk smíðanna stundaði hann sjómennsku, búskap, lækningar og tók á móti börnum. Síðustu 20 ár ævi sinnar bjó hann á Kjörvogi í Árneshreppi. Fyrir tveimur árum kom út ritið Viðvaningur eftir Þorstein á Kjörvogi. Útgefandi var dóttursonarsonur hans, Hallgrímur Gíslason frá Gröf í Bitrufirði. Hallgrímur er nú að ljúka við að rita ævisögu Þorsteins og er búinn að fá útgefanda að verkinu. Til að fjármagna útgáfuna þarf að afla styrkja og fá áskrifendur að verkinu. Þeir sem vilja gerast áskrifendur að ævisögu Þorsteins Þorleifssonar klénsmiðs í Kjörvogi á Ströndum,eftir Hallgrím Gíslason geta haft samband við höfund á netfanginu hallgrimurgi@gmail.com  og eða í síma 4758952 eða 8494509. Bókin kostar 6.500 krónur eintakið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Söngur.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
Vefumsjón