Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. janúar 2013 Prenta

Afleiðingar óveðurs-OV biðst afsökunar.

Unnið að viðgerðum á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Unnið að viðgerðum á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Í samantekt stjórnenda OV á atburðum tengdum óveðrinu 29. desember s.l. kemur m.a. eftirfarandi fram að: 1.Ljúka þarf vinnu í samstarfi við Landsnet um afhendingaröryggi. 2.Áfram þarf að vinna eftir áætlunum um að koma dreifilínum í jörð. 3.Koma þarf spennistöðvum í jörð eða loka þeim til að koma í veg fyrir seltuáhrif. 4.Bæta þarf varaafl fjarskiptabúnaður. 5.Auka þarf samstarf viðbragðsaðila, s.s. almannavarnanefndar, Orkubús, Vegagerðar, Landsnets ofl. 6.Bæta þarf upplýsingagjöf Orkubúsins á meðan að rafmagnsleysi stendur yfir.

Halda þarf áfram endurbótum á verklagi og búnaði eins og unnið hefur verið að undanfarið til þess að styrkja raforkukerfið og viðbúnað Orkubús Vestfjarða.

Það er ljóst að í þessu veðuráhlaupi uppfyllti Orkubú Vestfjarða ekki væntingar viðskiptavina sinna og biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem af rafmagnsleysinu hlaust. Segir á vef Orkubúsins. Samantekt OV má finna hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
Vefumsjón