Fleiri fréttir

| fimmtudagurinn 2. október 2008 Prenta

Áfram Finnbogastaðir: 6,5 milljónir króna hafa safnast

Kristmundur Kristmundsson og Guðmundur Þorsteinsson. Frábærar undirtektir við söfnun vegna uppbyggingar á Finnbogastöðum.
Kristmundur Kristmundsson og Guðmundur Þorsteinsson. Frábærar undirtektir við söfnun vegna uppbyggingar á Finnbogastöðum.
Kristmundur Kristmundsson, formaður Félags Árneshreppsbúa, færði á miðvikudaginn Guðmundi Þorsteinssyni sex og hálfa milljón króna, sem safnast hafa í söfnun félagsins vegna brunans mikla á Finnbogastöðum 16. júní sl.

Kristmundur var staddur í sveitinni þegar bruninn varð og hann hleypti söfnuninni af stað þegar um kvöldið. Óhætt er að segja að undirtektir hafi verið frábærar. Dæmi eru um að einstaklingur hafi gefið 500 þúsund krónur, auk þess sem hátt í milljón safnaðist á stórkostlegri hátíð í Hótel Glym í Hvalfirði í byrjun júlí. Kristmundur lagði þó áherslu á, að öll framlög væru stór og mikilvæg, auk þess sem hann áréttaði að söfnuninni væri hvergi nærri lokið. Áfram yrði haldið, enda bættu tryggingar aldrei að fullu svo gífurlegan skaða sem Guðmundur og fjölskylda hans hefðu orðið fyrir.

Nánar um málið á heimasíðunni Áfram Finnbogastaðir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Sirrý og Siggi.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón